fbpx
Miðvikudagur 28.maí 2025
Fréttir

Smithætta vegna kanínudauða

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 24. mars 2020 15:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matvælastofnun hefur sent frá sér tilkynningu um smithættu vegna kanínudauðans mikla sem orðið hefur í Elliðaárdal. Fólki er eindregið ráðið frá því að taka kanínur heim með sér vegna smithættu. Fólki sem er með kanínur heima er líka ráðlagt að forðast Elliðaárdalinn. Tilkynningin er eftirfarandi:

Matvælastofnun og Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum vinna að því að finna ástæður þess að fjöldi kanína hefur veikst og drepist í Elliðaárdal. Helstu möguleikar sem er verið að skoða er brátt veirusmit eða eitrun af einhverju tagi. Fólki er ráðlagt að taka ekki með sér kanínur heim til að forðast útbreiðslu smits ef um slíkt er að ræða. Starfsfólk Reykjavíkurborgar fylgist með kanínunum, kemur veikum dýrum til dýralæknis og kemur hræjum í örugga eyðingu. 

Það er ekkert sem bendir til eitrunar af völdum músa- eða rottueiturs, frostlagar eða salta vegna hálkuvarna. 

Þeir veirusjúkdómar sem helst geta leitt kanínur hratt til dauða eru annars vegar smitandi lifrardrep og hins vegar myxomaveirusýking.  

Orsök smitandi lifrardreps er harðgerð veira af calici-tegund (e. Rabbit Haemorrhagic Disease Virus). Smitaðar kanínur drepast oftast á innan við einum sólarhring og oft sjást engin sérstök sjúkdómseinkenni áður en þær drepast snögglega. Veiran hefur aðeins einu sinni komið upp hér á landi árið 2002 á Suður- og Suðvesturlandi. Sjúkdómurinn dró mikinn fjölda af kanínum til dauða á kanínubúum og í heimahúsum áður en náðist að ráða niðurlögum hans. Það er í fyrsta og eina skipti sem sjúkdómurinn hefur greinst hér á landi.  

Hinn veirusjúkdómurinn er vegna myxoma veiru sem tilheyrir svokölluðum pox veirum. Dýrin drepast oft á innan við tveimur sólarhringum og þá helst með einkenni frá öndunarfærum og bólgum á höfði.  

Báðir þessir veirusjúkdómar sýkja eingöngu kanínur. Öðrum dýrum eða fólki stafar ekki hætta af smiti.  

Fólk með kanínur heima fyrir ætti að forðast að fara í Elliðaárdalinn á meðan óvíst er hvort um annan hvorn þessara sjúkdóma er að ræða. Veiran getur lifað lengi í umhverfi smitaðra kanína og mjög hætt við að fólk beri veiruna með sér heim á skóm og fatnaði. Ef kanínueigendur hafa gengið um svæðið er þeim ráðlagt að þvo fatnað í að minnsta kosti 50 gráðu hita og setja skóbotna í klórblöndu 1:10. Ólíklegt er að sótthreinsispritt og sápa dugi til að drepa veiruna. 

Fólk ætti alls ekki að taka veikar kanínur heim ef kanínur eru heima fyrir.

Illmögulegt er að bjarga smituðum kanínum. Starfsfólk Reykjavíkurborgar fylgist með kanínunum, kemur veikum dýrum til dýralæknis og kemur hræjum í örugga eyðingu. 

Upplýsingar um niðurstöður rannsókna verða birtar um leið og þær berast. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Lítill hluti nemenda uppvís af því að reyna að senda miða á milli borða

Lítill hluti nemenda uppvís af því að reyna að senda miða á milli borða
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Ekki hæfur til að vera úti meðal almennings – Kallaði lögreglumenn „aumingja“ og „fagga“

Ekki hæfur til að vera úti meðal almennings – Kallaði lögreglumenn „aumingja“ og „fagga“
Fréttir
Í gær

Sæþór nýr leiðtogi Sósíalistaflokksins segir reynt að rústa mannorði hans með fölsuðu kynferðisspjalli við ólögráða unglingspilt

Sæþór nýr leiðtogi Sósíalistaflokksins segir reynt að rústa mannorði hans með fölsuðu kynferðisspjalli við ólögráða unglingspilt
Fréttir
Í gær

Rifbreinsbraut konu og stal af henni símanum

Rifbreinsbraut konu og stal af henni símanum