fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Fréttir

Björn skurðlæknir varar við þessu á COVID-19 tímum – „Jafnvel í litlu magni. Það hefur valdið dauðsföllum“

Jón Þór Stefánsson
Mánudaginn 23. mars 2020 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Geir Leifsson, skurðlæknir með meistarapróf í stjórnun og lýðheilsu, varar við hættulegum ráðum sem dreifast um netið vegna COVID-19 veirunnar.

Björn segir að undanfarið hafi fólk verið að dreifa slíkum ráðum á Facebook. Hann nefnir sem dæmi klór, sem hann segir ekki veran lyf heldur lífshættulegt fyrirbæri, sé það tekið inn líkt og lyf.

„AÐVÖRUN! Óvitar eru að dreifa hættulegri vitleysu um netið, ekki síst á Facebook.

KLÓR ER ALLS EKKI LYF VIРKÓRÓNAVEIRU EÐA ÖÐRUM VEIKINDUM EÐA HEILSUBRESTI!

Það er hættulegt að taka inn klór, jafnvel í litlu magni. Það hefur valdið dauðsföllum. Það er ENN hættulegra að blanda sýru (ediki, sítrónusafa eða þess háttar) í klór, við það losnar eitrað gas.

Yfirvöld stöðvuðu sölu á iðnaðarklór í íslenskum heilsubúðum 2010 þegar óvitar voru að selja þetta undir heitinu „MMS-lyf“. sem átti að gagnast við flestu og gott betur. Þessi tiltekna vitleysa er upprunnin frá sjálfskipuðum „biskupi“ í bandaríkjunum. Sá er ekki með öllum mjalla svo vægt sé til orða tekið. Þetta er meðal annars ráðlagt sem meðal við einhverfu og hefur skaðað og drepið marga. Því miður eru til dæmi um að íslenskir græðarar séu að ráðleggja að kaupa þetta á netinu og taka inn!“

Fyrir nokkrum dögum birti Íslendingur Facebook-færslu þar sem hann ráðlagði fólki að taka inn klór gegn COVID-19. Líklega var Björn Geir að svara þeirri færslu óbeint, sem má lesa hér að neðan.

„Þetta er dánar tíðni vegna þess að stjórnvöld víða eru að hugsa um efnahagsvandann sem hlýst. Þeir eru ekki með hugan að lækningu. Hversvegna.? Þeir láta Lyfjarisanna þ.e. glóbalistana ráða þessum málum. Nú hefir verið til efni sem drepur kórónuna og það er einfaldur klór. já klór sem blandað er í vatn í flestum löndum nema Norður Ítalíu. sem námu bakteríuna og sendu um alla Evrópu með skíðamönnum og öðrum túristum. Já við sjáum til sögðu stjórnar elíturnar svo nú er komið sem komið er á Íslandi og mun margfaldast eins og píramítalögmálið. Munið samt EplaCider ein til tvær matskeiðar í glas af vatni og 2 til 4 dropa að klór sem er virka efnið í malaríulyfinu. Hafið þetta í huga í hið minnsta eftir að þið verðið veik en betra áður þá 2 dropa. Dropateljarar til í apóteki.“

Þá bjó Björn Geir til lista yfir hluti sem virka alls ekki á veirur og geta jafnvel verið hamlandi. Hann sagði að þeir sem að ráðleggi fólki um slíkt séu óvitar í læknaleik.

„Efni og vörur sem auðtrúa óvitar í læknisleik eru þessa dagana að ráðleggja á netinu en VIRKA ALLS EKKI VERNDANDI, HAMLANDI EÐA LÆKNANDI á veirur, eru meðal annars (ekki tæmandi listi):

KLÓR (sjá hér f. ofan)

EDIK (epla eða annað)

C vítamín – Nei, það virkar heldur ekki á kvef

E vítamín

D vítamín -skortur á því veikir vissulega varnir líkamans en fæstir eru með svo mikinn skort að inntaka gagnist í bráð

ILMKJARNAOLÍUR („essential oils„)

TEA TREE olía (eitruð)

GRASAMEÐUL af öllu tagi

HVÍTLAUKUR

LAUKUR í sokkinn að sofa með

BLAUTIR sokkar (sofa í)

NEFSKOLUN ekki heldur með stöðnu þvagi (ekki grín)

SMÁSKAMMTAR(hómeópatíuremedíur, hverju nafni sem þær nefnast)

BLÓMADROPAR

LÝSI

TURMERIK/CURCUMIN

ENGIFER – Hressandi v. kvef en hvorki verndandi né læknandi

OMEGA 3

HNYKKINGAR

AYURVEDAmeðul (slík geta innihaldið eitraða þungmálma, a.m.k. ekki kaupa á netinu!)

SILFURVATN (colloidal silver) – getur valdið blágráum litabreytingum á húð.

PRECOLD/COLSZYME munnúði

ZINK

SÓLHATTUR (Echinacea)

kVÖLDVORRÓSAROLÍA

ANDOXUNAREFNI hvers konar, m.a. Astaxanthin sem mikið er auglýst þessa dagana og gefið í skyn að hjálpi

FÆÐUÓTAREFNI af öllu tagi.

ÚTFJÓLUBLÁTT LJÓS (sólarlampar t.d.) getur valdið bruna og krabbameini í húð

… og svo það undarlegasta af öllu sem ég hef séð ráðlagt við kórónaveirunni nýlega:

KÚAMYKJA OG KÚAHLAND Samkvæmt indverska gúrúinum ‚Swami Chakrapani Maharaj‘. (Ekki grín)

Swami-inn tekur þó fram að kýrin verði helst að vera indversk og ekki hafa verið að éta rusl á götunum. Mykjunni á að maka á líkamann og drekka kúahlandið meðan kyrjaðar eru Shiva möntrur!“

Að lokum segir Björn fólki að grípa ekki til eigin ráða finni það fyrir einkennum COVID-19, þó að það treysti ekki heilbrigðisyfirvöldum.

„EKKI TAKA TIL EIGIN RÁÐA!

ef þú heldur að þú sért veikur af kórónaveiru eða öðru.

HVERSU ILLA SEM YKKUR ER VIÐ VÍSINDI OG HEILBRIGÐISYFIRVÖLD ÞÁ GETUR ÞAÐ REYNST AFDRIFARÍKT AÐ TEFJA RÉTTA RANNSÓKN OG MEÐFERÐ MEÐ ÞVÍ AÐ VERA AÐ TREYSTA UM OF Á VITLEYSUR AF NETINU! Flestar eru þær bara kjánalegar en eins og kemur fram hér þá eru sumar þeirra hreinlega varasamar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Kveiks-fíaskóið vandræðalegt fyrir RÚV í ljósi tengsla útvarpsstjóra

Kveiks-fíaskóið vandræðalegt fyrir RÚV í ljósi tengsla útvarpsstjóra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta er umfjöllunin sem María Sigrún fékk ekki birta í Kveik

Þetta er umfjöllunin sem María Sigrún fékk ekki birta í Kveik