fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Pressan

Er þetta lélegasti bílþjófur sögunnar?

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 23. mars 2020 21:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norskur bílþjófur kemst ekki í sögubækurnar fyrir velútfærðan bílþjófnað en hins vegar gæti hann komist á lista yfir lélegustu bílþjófa sögunnar. Aðfaranótt föstudags reyndi hann að stela Lexus í Bærum við Osló. Eigandi bílsins vaknaði við atganginn og fór að kanna málið.

Samkvæmt frétt TV2 þá lenti eigandinn í handalögmálum við bílþjófinn sem ógnaði bíleigandanum með hníf áður en hann lét sig hverfa af vettvangi. En þar með er sögunni ekki lokið því lögreglan hefur ákveðinn mann grunaðan um verknaðinn því hann gleymdi farsíma sínum og spjaldtölvu í bílnum sem hann náði ekki að stela.

Talsmaður lögreglunnar sagði að mikil áhersla verði lögð á að finna hinn misheppnaða þjóf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bjargaði lífi fjögurra barna og mannsins sem hótaði að drepa þau

Bjargaði lífi fjögurra barna og mannsins sem hótaði að drepa þau
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þingkona missti stjórn á sér á flugvelli og urðaði yfir starfsmenn

Þingkona missti stjórn á sér á flugvelli og urðaði yfir starfsmenn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Alræmdur fjöldamorðingi dó í fangelsi á sunnudag

Alræmdur fjöldamorðingi dó í fangelsi á sunnudag
Pressan
Fyrir 4 dögum

Viðtal Trump við 60 Minutes veldur fjaðrafoki – Fólk hefur áhyggjur af heilsu hans og minni

Viðtal Trump við 60 Minutes veldur fjaðrafoki – Fólk hefur áhyggjur af heilsu hans og minni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fyrrverandi fréttakona grunuð um voðaverk á hrekkjavökunni

Fyrrverandi fréttakona grunuð um voðaverk á hrekkjavökunni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ótrúlegt sakamál í Bretlandi – Bæjarfulltrúi ákærður fyrir að kúga þingmann

Ótrúlegt sakamál í Bretlandi – Bæjarfulltrúi ákærður fyrir að kúga þingmann