fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025

Mynd af hamstrandi móður vekur úlfúð – Ástæðan er skelfileg

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 20. mars 2020 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd af konu kaupa tuttugu dunka af barnaþurrmjólk hefur vakið mikla úlfúð. Í Bretlandi eiga sumir foreldrar erfitt með að finna þurrmjólk í verslunum og þurfa að kaupa hana á netinu fyrir allt að 25 þúsund krónur. Mjólkin kostar venjulega um 1300 krónur í búð. Fabulous Digital greinir frá.

Óprúttnir aðilar eru að hamstra mjólkina og selja hana dýrum dómum til örvæntingarfullra foreldra.

Myndin af konunni var tekin á mánudaginn. Síðan þá hefur hún farið eins og eldur í sinu um netheima og tjá netverjar andstyggð sína á konunni.

Það er þó ekki á hreinu hvort konan var að hamstra mjólkina fyrir barnið sitt eða til að selja öðrum.

Margir spyrja sig af hverju verslunin leyfi fólki að kaupa þurrmjólk í svona miklu magni.

Tilboðsstríð fyrir þurrmjólk

Fyrir nokkrum dögum reyndi einhver að selja þurrmjólk á eBay og óskaði eftir tilboði. Þegar Fabulous Digital sá auglýsinguna voru átján manns búnir að bjóða í mjólkina og fjórir dagar eftir af uppboðinu. Mjólkin var komin upp í rúmlega 25 þúsund krónur. Það er skelfilegt að hugsa til þess að einhver þurfi að borga 25 þúsund krónur í stað 1300 króna svo barnið þeirra geti fengið viðeigandi næringu.

Fabulous Digital hafði samband við seljandann, sem tók auglýsinguna út en svaraði ekki fyrirspurn þeirra.

Þetta er hins vegar ekki eini seljandinn sem ætlar að græða á kórónuveirunni. Fleiri aðilar eru að selja þurrmjólk á uppsprengdu verði á netinu.

Ógeðslegt

Sara McCullough er tveggja barna móðir. Hún á tvo syni sem eru 20 mánaða og tíu vikna gamlir. Í samtali við Fabulous sagði hún:

„Þetta er hræðilegt, sérstaklega miðað við aðstæður. Það eru svo margir sem eru atvinnulausir og eiga erfitt með að ná endum saman. Börn þarfnast þurrmjólkurinnar og það er virkilega ógeðsleg að einhver setji móður undir þá pressu að þurfa að borga brjálað verð svo barnið hennar lifi af.“

Sara hefur átt erfitt undanfarið með að kaupa þurrmjólk. Hún kaupir hana venjulega á netinu en hún hefur verið uppseld. Hún hefur líka verið uppseld í verslunum og stórmörkuðum.

„Ég kíkti síðan á Amazon og mjólkin verður ekki til á lager fyrr en í lok apríl,“ segir hún og sér engra aðra kosta völ en að borga himinháa upphæð svo barnið hennar fái næringu.

Talsmenn eBay sögðust vera meðvitaðir um vandann og vera að fylgjast með þessu. „Við látum þetta ekki viðgangast,“ kom fram í tilkynningu frá eBay til The Sun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Hafði gaman af því að Haaland hefði stolið fagninu hans um helgina – „Ég gekk svo þeir gætu hlaupið“

Hafði gaman af því að Haaland hefði stolið fagninu hans um helgina – „Ég gekk svo þeir gætu hlaupið“
Fókus
Fyrir 2 klukkutímum

Gunnar Smári rifjar upp kvöldið á Kringlukránni þar sem allt breyttist – „Ég ætla að fara heim, ég get þetta ekki lengur“

Gunnar Smári rifjar upp kvöldið á Kringlukránni þar sem allt breyttist – „Ég ætla að fara heim, ég get þetta ekki lengur“
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Jonathan Bailey er kynþokkafyllsti karlmaður heims

Jonathan Bailey er kynþokkafyllsti karlmaður heims
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“
Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Vilja að sænska ríkið fái leyfi til að búa til barnaklám

Vilja að sænska ríkið fái leyfi til að búa til barnaklám
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Fyrrverandi fréttakona grunuð um voðaverk á hrekkjavökunni

Fyrrverandi fréttakona grunuð um voðaverk á hrekkjavökunni
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Arteta staðfestir meiðsli Gyökeres – Verður sendur í frekari rannsóknir

Arteta staðfestir meiðsli Gyökeres – Verður sendur í frekari rannsóknir
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Telur að Hermann muni þrífa forrétindablindu af strákunum á Hlíðarenda – „Það logar allt stafnanna á milli af grautfúlu fólki á Facebook“

Telur að Hermann muni þrífa forrétindablindu af strákunum á Hlíðarenda – „Það logar allt stafnanna á milli af grautfúlu fólki á Facebook“