fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Matur

„Siðlaus“ snúður vekur athygli – „Fyrst steypubílagaurinn og núna þetta“

DV Matur
Fimmtudaginn 12. mars 2020 11:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenskir netverjar á Twitter eru undrandi yfir matarvenju samlanda síns. Notandi á Reddit deilir mynd af snúði vinnufélaga síns. Þetta er enginn venjulegur snúður, margir vilja meina að þetta sé „siðlaus“ snúður. Vinnufélaginn hefur skorið snúðinn í tvennt eins og rúnstykki og sett á hann smjör og ost.

„Er þetta í alvöru eitthvað sem fleiri gera?“ Spyr maðurinn og deilir myndinni sem má sjá hér að neðan.

Mynd: Reddit

Aðrir notendur Reddit halda nú ekki. Eins og fyrr segir kallar einn netverji athæfið siðlaust og eru rúmlega 160 manns sammála þeirri staðhæfingu.

„Fyrst steypubílagaurinn og núna þetta,“ segir einn.

Notandinn PenguinChrist vill meina að vinnufélaginn hafi verið að reykja hass á vinnutíma.

„Áður en við vitum af vill Guðni Th banna ost á snúða,“ segir annar notandi.

Einn netverji vill gera athæfið ólöglegt. „Þetta ætti ekki að vera löglegt,“ segir hann.

Annar tekur undir sama streng og bendir fólki á að það sé hægt að tilkynna „brotið“ á heimasíðu lögreglunnar.

Prófaði snúðinn

Þrátt fyrir neikvæð viðbrögð við snúðinum ákvað einn notandi að láta slag standa og prófa snúð með smjöri og osti.

„Ég prófaði þetta eftir að hafa séð þessa mynd. Þetta er merkilega gott. Hugsið ykkur allar kaloríurnar sem er hægt að spara. Sleppa rúnstykkinu og smyrja bara snúðinn,“ segir hann.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa