fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Eyjan

Smári svarar Guðlaugi: „Það er galið að ætla að kenna mér um“

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 20. september 2017 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Smári McCarthy þingmaður Pírata. Samsett mynd/DV

Smári McCarthy þingmaður Pírata segir það galið að ætla að kenna sér um þann ímyndarskaða sem Ísland hafi orðið fyrir á alþjóðavísu, ummæli hans hafi í raun hafi lítil áhrif á ímynd Íslands, það sem hafi skaðað ímynd Íslands á alþjóðavísu sé hrun ríkisstjórnarinnar sem enn og aftur megi skrifa á Sjálfstæðisflokkinn. Tíst Smára hefur vakið hörð viðbrögð og sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra það hafa skaðað ímynd Íslands:

„Menn eiga ekki að búa til hluti sem skaða ímynd Íslands, þá vísa ég sérstaklega til kjörinna fulltrúa. Eitt er það, með fullri virðingu fyrir fólki sem tvítar allt milli himins og jarðar, annað er það ef menn eru í einhverri stöðu þar sem hægt er að draga þá ályktun að viðkomandi viti hvað hann sé að segja og sé ábyrgur,“

sagði Guðlaugur Þór meðal annars.

Sjá einnig: Utanríkisráðherra: Tíst Smára McCarthy skaðaði ímynd Íslands

Smári svarar Guðlaugi Þór í aðsendri grein á Vísi. Segir Smári að ríkisstjórn Íslands sé fallin í annað skiptið á einum áratug, fyrst vegna spillingarmála þar sem Sjálfstæðisflokknum hafi tekist að klína málinu alfarið á Sigmund Davíð Gunnlaugsson á meðan Bjarni hafi aldrei skýrt með fullnægjandi hætti frá hagsmunum sínum sem komu fram í Panamaskjölunum:

Í þetta skiptið hrundi ríkisstjórnin út af vantrausti Bjartrar framtíðar á Sjálfstæðisflokknum í kjölfar yfirhylmingar dómsmálaráðherra á, að hennar sögn, trúnaðarupplýsingum, sem hún þó upplýsti forsætisráðherra um. Forsætisráðherra, hvers faðir hafði undirritað eitt umræddra gagna. Svo ríkti enginn trúnaður yfir gögnunum þegar á hólminn var komið,

segir Smári og bætir við:

Þetta hrun ríkisstjórnarinnar var samt ekki annað í röðinni, heldur það þriðja, ef taldar eru þær ríkisstjórnir sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft aðkomu að. Það var nefnilega þannig að ákvarðanir ráðherra Sjálfstæðisflokksins fyrir hrun bjuggu til aðstæður hrunsins. Um þá árás á hagsmuni Íslands af hálfu fulltrúa auðvaldsins liggur níu binda ritverk til sönnunar.

Raunverulegi skaðinn skrifast á Sjálfstæðisflokkinn

Sagan sé enn lengri, en ef þetta sé stöðugleikinn sem Sjálfstæðisflokkurinn boði þá segir Smári að þjóðin þoli ekki meiri stöðugleika:

Það var merkilegt að heyra viðtal við Guðlaug Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Það er galið að ætla að kenna mér um þann ímyndarskaða sem Ísland hefur orðið fyrir á alþjóðavísu, þótt hann hafi vissulega talað undir rós. Raunar voru það þáttastjórnendurnir sem ýttu á þennan vinkil, en maður spyr sig hvað markmið viðtalsins hafi átt að vera, ef ekki til að mála mig upp sem ódælt illmenni sem vinnur gegn hagsmunum Íslands.

Í ljósi þess vill Smári meina að ummæli hans á Twitter hafi í raun haft lítil áhrif á ímynd Íslands:

Samkvæmt tölfræði frá Twitter hafa aðeins um 3500 manns sýnt tístinu nokkurn áhuga, jafnvel þegar birtingar í fjölmiðlum eru taldar með. Meðan ég er alveg upp með mér að utanríkisráðherra telji mig hafa svo mikið vogarafl meðal heimspressunnar, þá er staðreyndin sú að ég er lítil rödd í milljónageymi. Raunverulegi skaðinn af þessu ríkisstjórnarhruni skrifast allur á Sjálfstæðisflokkinn. Aftur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir þetta vera leiðina til að lækka vexti á Íslandi

Segir þetta vera leiðina til að lækka vexti á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð
Eyjan
Fyrir 1 viku

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sleikipinnapólitík

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sleikipinnapólitík