fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Eyjan

Flóttinn frá stjórnarheimilinu

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 22. september 2017 08:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar:

Sennilega var það alltaf einungis spurning um tíma hvenær ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar myndi deyja drottni sínum. Litlu flokkarnir máttu reyna það, sem of margir hafa orðið að þola í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn, að stefnumálum þeirra var vikið til hliðar meðan áherslur Sjálfstæðisflokksins voru ráðandi. Ekki nema von að Björt framtíð hafi gefist upp, leitað útgönguleiða og loks ákveðið að strjúka frá stjórnarheimilinu. Sú aðferð sem notuð var er hins vegar vítaverð og flokknum reyndar til háborinnar skammar.

Björt framtíð sleit stjórnarsamstarfi í skjóli nætur án þess að hafa fundað með samstarfsflokkum sínum. Þessi aðferð ber vott um að taugastyrkurinn þar á bæ sé ekki ýkja mikill. Það er einfaldlega sjálfsögð kurteisi í ríkisstjórnarsamstarfi að ræða við samstarfsmenn sína þegar alvarleg ágreiningsefni koma upp og trúnaðarbrestur verður. Björt framtíð átti að funda með samstarfsflokkum sínum og krefjast skýringa forsætisráðherra og dómsmálaráðherra í máli er varðar uppreist æru. Það var ekki gert, heldur klambrað saman fréttatilkynningu til fjölmiðla og síðan lagst til svefns. Það er engin furða að menn spyrji hvort flokki sem starfi á þennan hátt sé treystandi til að vera í ríkisstjórn. Svarið ætti að vera augljóst, honum er ekki treystandi.

Kolbrún Bergþórsdóttir, ritstjóri DV.

Af því íslensk pólitík er eins og hún er og stjórnast iðulega af hentistefnu þá hafa fulltrúar stjórnarandstöðuflokkanna, og reyndar einnig Viðreisnar, lítið sem ekkert tjáð sig um það hvernig staðið var að þessum stjórnarslitum. Þeir vilja vitanlega ekki gera Sjálfstæðisflokknum þann greiða að segja sannleikann um vitleysisganginn í Bjartri framtíð. Vitaskuld gera þeir sér samt ljóst að svona er ekki hægt að standa að málum. Það þarf að vera festa í stjórnarfari. Það koma vissulega upp aðstæður þar sem rétt þykir að slíta stjórnarsamstarfi en það þarf að vera rökrétt hugsun á bak við slíka ákvörðun og hana þarf að taka að vandlega ígrunduðu máli. Þannig var ekki að þessu sinni. Taugakerfi Bjartrar framtíðar hrundi á einu kvöldi.

Þjóðin syrgir ekki ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Þetta stjórnarsamstarf var aldrei sérlega sannfærandi. Stjórnarslitin eru hins vegar ekki til þess fallin að auka traust þjóðarinnar á stjórnmálamönnum. Þar er ekki einungis Bjartri framtíð um að kenna. Í erfiðu máli hefðu forsætisráðherra og dómsmálaráðherra þjóðarinnar átt að bregðast öðruvísi við. Þessir ráðherrar áttu að vita að mál sem þeir kusu að halda leyndu myndi fyrr en síðar koma upp á yfirborðið.

Vantrú í garð stjórnmálamanna grasserar meðal þjóðarinnar og þeir geta engum um kennt nema sjálfum sér. Ekki nema von að hinn góðviljaði forseti lýðveldisins vilji hughreysta þjóðina og hvetji hana til að nýta kosningaréttinn og mæta á kjörstað. Það eru örugglega mjög margir sem íhuga nú hvort ekki sé réttast að sitja bara heima.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir þetta vera leiðina til að lækka vexti á Íslandi

Segir þetta vera leiðina til að lækka vexti á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð
Eyjan
Fyrir 1 viku

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sleikipinnapólitík

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sleikipinnapólitík