fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Jóhann Óli segir forréttindi að fá ekki typpamyndir: „Suma daga fái þær fleiri typpamyndir en máltíðir“

Hjálmar Friðriksson
Mánudaginn 25. september 2017 10:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann Óli Eiðsson, blaðamaður á Fréttablaðinu, spyr í Bakþanka sem birtist í Fréttablaðinu í dag hvað valdi því að karlmenn sendi óumbeðnar typpamyndir á konur. Jóhann Óli segir að eftirfarandi skilaboð hafi vakið hann til umhugsun: „Nennir þú að vera matchið sem sendir ekki dickpic á degi tvö?“

Hann segist fyrst hafa móðgast yfir þessum skilaboðum. „Sem einstaklingur sem hefur ekki (enn þá) sent frá mér slíkt myndefni voru fyrstu viðbrögð að móðgast örlítið. Eftir að hafa hugsað málið lengur var niðurstaðan sú að líklegast væri vandamálið stærra en ég gerði mér grein fyrir og ótti stelpunnar á rökum reistur,“ segir Jóhann Óli.

Hann segir það forréttindi að þurfa ekki að hafa áhyggjur yfir því að fá sendar typpamyndir. „Það er hluti af forréttindum mínum sem stak í sniðmengi hvítra, gagnkynhneigðra karlmanna að litlar líkur eru á að slíkar óumbeðnar myndir berist mér. Mín upplifun af viðfangsefninu er því að mestu leyti af samræðum við fólk í áhættuhópum.

„Þannig komst ég til dæmis að því að stundum er hugtakið „snappína“, samsetning Snapchat og standpína, notað um þetta og að þær berist í öllum stærðum og gerðum. Það hvort menn séu vaxnir sem hross eða hrúðurkarl hefur víst lítið að segja. Þá er þetta miklu algengara en mig óraði fyrir. Sumar tala meira að segja um að suma daga fái þær fleiri typpamyndir en máltíðir,“ segir Jóhann Óli.

Hann segir að þessi skrif hans hafi það markmið að komast að því hvers vegna menn sendi slíkar myndir: „Fyrir utan að auglýsa hve ótrúlega frábær, réttsýnn og hógvær ég er þjóna þessi skrif því að spyrja spurninga. Ég hef nefnilega heyrt frá mörgum sem hafa fengið svona myndir en engan sem gengist hefur við því að senda slíkar. Hvað hugsarðu áður en þú sendir? Kastarðu út á mörgum stöngum í von um að ein bíti á agnið eða geymirðu þetta fyrir einhverja sérstaka? Hví hættirðu þessu ekki? Hægt er að svara í kommentakerfinu eða með því að senda póst.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum