fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
Eyjan

Vigdís vill stól Gunnars Braga

Eyjan
Föstudaginn 6. mars 2020 11:04

Vigdís Hauksdóttir Mynd Ari Brynjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, hyggst sækjast eftir því að verða varaformaður flokksins á komandi landsþingi. Varaformaður nú er Gunnar Bragi Sveinsson.

Vigdís segir í tilkynningu: „Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í embætti varaformanns Miðflokksins sem kosinn verður á Landsþingi flokksins sem fer fram 28. og 29. mars næstkomandi. Varaformaður Miðflokksins stýrir almennu innra starfi og er tengiliður stjórnar við flokksfélög og sveitarstjórnarfulltrúa. Reynsla mín af þingi og ekki síður í borgarstjórn mun án efa koma til með að styrkja böndin á milli stjórnar flokksins, sveitastjórnarstigsins og grasrótarinnar nái ég kjöri.“

Hún segist hafa fengið stuðning víða til að sækjast eftir þessu. „Ég vil þakka alla þá hvatningu og stuðning sem ég hef fengið víðs vegar að af landinu til að stíga þetta skref. Ég hef ígrundað málið vel og met það svo að ég geti ekki skorast undan ábyrgð. Jafnframt heiti ég því að vinna af heilindum og dugnaði til að gera hlut Miðflokksins sem mestan í framtíðinni, landi og þjóð til heilla.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Að vanvirða líf þar til það þagnar

Steinunn Ólína skrifar: Að vanvirða líf þar til það þagnar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þurfti að stilla til friðar eftir háðsglósur á Alþingi þar sem þingmaður móðgaðist og meirihlutinn flissaði – „Bíddu, hvar hefurðu verið?“

Þurfti að stilla til friðar eftir háðsglósur á Alþingi þar sem þingmaður móðgaðist og meirihlutinn flissaði – „Bíddu, hvar hefurðu verið?“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Hér vantar óperu

Björn Jón skrifar: Hér vantar óperu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Diljá Mist Einarsdóttir: Trump hefur sértrúarsöfnuð í kringum sig – Ísland hefur sérstöðu

Diljá Mist Einarsdóttir: Trump hefur sértrúarsöfnuð í kringum sig – Ísland hefur sérstöðu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna tekur sér leyfi á þingi til að elta langþráðan draum

Áslaug Arna tekur sér leyfi á þingi til að elta langþráðan draum