fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Pressan

Myrti átta og fékk fjórfaldan dauðadóm

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 28. febrúar 2020 15:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómstóll í Mississippi hefur dæmt Willie Cory Godbolt, 37 ára karlmann, til dauða. Willie þessi var sakfelldur fyrir að verða átta manns að bana í skotárás í maí 2017.

Það var þann 27. maí 2017 að Willie hitti fyrrverandi eiginkonu sína á heimili foreldra hennar þar sem þau rifust um forræði yfir börnum þeirra. Þar hóf hann skotárás og myrti fyrrverandi tengdamóður sína, eldri systur fyrrverandi konu sinnar, frænku hennar og lögregluþjón. Hann myrti svo fjóra til viðbótar úr fjölskyldu konunnar á öðrum stað síðar þennan sama dag.

Hann fékk dauðadóm fyrir fjögur morðanna; fjórfaldan dauðadóm en lífstíðardóm fyrir hin fjögur.

Willie átti sér engar málsbætur og sagði „djöfulinn“ hafa tekið yfir umræddan dag með fyrrgreindum afleiðingum. Sálfræðingur sem kallaður var fyrir dóminn sagði að Willie hefði átt erfitt uppdráttar eftir að fyrrverandi stjúpmóðir hans myrti föður hans þegar hann var 17 ára.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað