fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024
Pressan

Fékk sér sopa af rauðvíni – Fimm dögum síðar var hún látin

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 28. febrúar 2020 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld í Belgíu telja að andlát 41 árs konu í bænum Puurs, skammt frá borginni Antwerpen, megi rekja til MDMA sem fannst í blóði hennar. Það sem er óvenjulegt við málið er að konan hneig niður skömmu eftir að hafa fengið sér rauðvín úr flösku sem hún hafði keypt.

Konan er sögð hafa tekið einn sopa af víninu en hellt restinni niður þar sem vínið bragðaðist illa. Hún hneig niður á heimili sínu og var flutt á sjúkrahús þar sem hún lést fimm dögum síðar. Krufning leiddi í ljós að konan var með banvænan skammt af MDMA í líkamanum.

Lögregla hefur farið með rannsókn málsins og segir í frétt Independent að ekkert bendi til þess að konan hafi neytt fíkniefna. Rannsókn á flöskunni hafi leitt í ljós að þar var að finna MDMA. Hvað nákvæmlega átti sér stað liggur ekki fyrir; hvort efnunum hafi verið blandað við vínið eða hvort vínið hafi verið sett í flöskuna eftir að MDMA-efnin voru fjarlægð.

Þó liggur fyrir að upprunalegur korktappi vínflöskunnar var ekki á flöskunni og hafði honum verið skipt út fyrir annan. Vínið sem um ræðir er 2016 Merlot Cabernet Sauvignon frá hollenska framleiðandanum Black & Bianco. Lögregla hefur ekki upplýsingar um það hvar konan fékk flöskuna en engar sambærilegar tilkynningar hafa komið á borð lögreglu.

Í frétt Independent kemur fram að eiturlyfjasmyglarar noti stundum vínflöskur til að smygla fíkniefnum. Þykir ekki útilokað að þessi tiltekna flaska hafi komið úr einhverri smyglsendingunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Ófrjósemisaðgerðum hefur fjölgað mikið í Bandaríkjunum í kjölfar þrengri heimilda til þungunarrofs

Ófrjósemisaðgerðum hefur fjölgað mikið í Bandaríkjunum í kjölfar þrengri heimilda til þungunarrofs
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi 15 metra slanga gæti verið sú stærsta sem lifað hefur á jörðinni

Þessi 15 metra slanga gæti verið sú stærsta sem lifað hefur á jörðinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós
Pressan
Fyrir 4 dögum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum
Pressan
Fyrir 1 viku

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir
Pressan
Fyrir 1 viku

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin