fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Lögregla telur sig hafa fundið manninn: Tveir handteknir í nótt – Lögregla fann mikið af meintu þýfi

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 27. febrúar 2020 08:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Suðurnesjum handtók tvo karlmenn í nótt en grunur leikur á að annar þeirra sé sá sem lögregla lýsti eftir í tengslum við innbrotahrinu sem staðið hefur yfir á Suðurnesjum.

Sjá einnig: Lögregla hvetur íbúa til að vera á varðbergi: Látið lögreglu vita ef þið sjáið þennan mann

Það var í nótt sem lögreglumenn á eftirliti veittu einstaklingi sem var göngu athygli en sá var með bakpoka á bakinu. Lögreglumenn gáfu sig á tal við hann og könnuðust við hann. Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að strax hafi kviknað grunur um að þetta væri sá sem lögregla hefur leitað að í tengslum við umrædda innbrotahrinu sem hefur verið í gangi á svæðinu.

Í tilkynningu sem lögregla sendi frá sér vegna málsins í fyrradag kom fram að umræddur einstaklingur hefði farið inn í heimahús og bílskúra á svæðinu. Voru íbúar hvattir til að læsa öllum hurðum, bifreiðum og geymslum. Þá var fólk með eftirlitsmyndavélakerfi beðið um að renna í gegnum efnið og kanna hvort eitthvað væri að finna sem gæti hjálpað lögreglu að finna manninn. Lögregla birti svo einmitt mynd af hinum grunaða sem tekin var úr öryggismyndavélakerfi.

Í tilkynningu sem lögregla sendi frá sér í morgun kemur fram að maðurinn hafi verið fljótur að viðurkenna að hann væri að koma úr innbroti.

„Aðilinn heimilaði lögreglu að skoða í bakpokann sem hann var með og var hann augljósega ekki í eigu mannsins. Aðilinn var handtekinn og viðurkenndi hann síðar að hann hafi verið að koma úr innbroti. Hann vísaði okkur skömmu síðar á hvar hann byggi og þar fundum við mikið mikið magnn af veiðidóti, verkfærum og öðrum munum sem taldir eru þýfi. Annar maður var í íbúðinni og er hann einnig talinn tengjast innbrotunum, sá var einnig handtekinn. Við vinnum nú að því að skrá þessa muni og fara yfir allt saman , aðilarnir verða yfirheyrðir síðar í dag. Við munum vera í sambandi við þá sem kært hafa þjófnaði undanfarið og fáum þá aðila til að koma og bera kennsl á hluti sem við haldlögðum í nótt. Ef einhverjar spurningar vakna þá endilega sendið okkur skilaboð hér á Facebook varðandi málið.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar