fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Íslendingur frelsissviptur í Amsterdam: Píndur í apótek vopnaður byssu

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 25. febrúar 2020 12:59

Frá Amsterdam. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslendingur á þrítugsaldri mætti vopnaður byssu í apótek í Amsterdam um helgina. Hann er nú í haldi lögreglunnar í Amsterdam. Samkvæmt heimildum DV þá var maðurinn frelsissviptur.

Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfesti að máli væri unnið með hollenskum yfirvöldum í samtali við Vísi í dag.

Eins og áður segir þá herma heimildir DV að maðurinn hafi verið frelsissviptur. Samkvæmt heimildum DV var maðurinn píndur til að fara í apótekið vopnaður byssu. Heimildir Vísis herma að maðurinn hafi lagt byssuna á borðið og óskað eftir hjálp. Sagt er að maðurinn hafi verið þvingaður til þess að ræna apótekið vegna fíkniefnaskuldar. Þá er hann sagður hafa óskað eftir því að lögregla yrði kölluð á svæðið.

DV hafði samband við fjölskyldu mannsins í gær sem varðist allra fregna af honum.

Karl Steinar sagði í samtali við Vísi að lögreglan í Hollanddi væri að rannsaka atburðarrásina. Íslendingurinn er enn í haldi lögreglu en ekki er vitað hvort fleiri hafi verið handteknir í tengslum við málið.

Þá segir Karl að málavextir séu óljósir og til rannsóknar hjá hollensku lögreglunni þar sem maðurinn lagði vopnið á borðið. Auk þess segir hann að Íslenska lögreglan muni liðsinna hollensku lögreglunni í rannsókn á málinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs heitins bar vitni – „Þetta er bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum“

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs heitins bar vitni – „Þetta er bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í borginni

Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í borginni
Fréttir
Í gær

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“
Fréttir
Í gær

Gufunesmálið – Lúkas Geir í vitnastúku – Stefán sagði hann vera höfuðpaurinn

Gufunesmálið – Lúkas Geir í vitnastúku – Stefán sagði hann vera höfuðpaurinn
Fréttir
Í gær

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Rósa undrandi: „Óneit­an­lega er sér­stakt að lesa um þetta í blöðunum“

Rósa undrandi: „Óneit­an­lega er sér­stakt að lesa um þetta í blöðunum“