fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Hver er þessi kona? Tekin með gífurlegt magn af sterum og krabbameinslyfjum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 24. febrúar 2020 12:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erlend kona, fædd árið 1983, Malgorzata Pawlewska, hefur verið dæmd í 30 daga skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness. Dómurinn er birtur í Lögbirtingablaðinu þar sem ekki hefur tekist að ná í Malgorzötu til að birta henni dóminn. Aðeins dómsorðið er birt og því ekki hægt að slá föstu hvort Malgorzata hafi verið dæmd fyrir smygl eða eingöngu vörslu á lyfjum sem hún má ekki hafa undir höndum. En dómsorðið kveður á um að af mikið magn af lyfjum í vörslu konunnar verði gert upptækt.

Gerðar voru upptækar hjá konunni næstum 300 töflur af krabbameinslyfi og mikið magn af alls konar steralyfjum. Í dómnum er þetta orðað svo:

„Ákærða sæti upptöku á 294 töflum af Anastrozole krabbameinslyfi, 300 töflum af Oxanex, anabólískum sterum, 300 töflum af Chlorodehydomethyltestoseron, anabólískum sterum, 500 töflum af Methandienone, anabólískum sterum, 40 ml af Rapid, anabólískum sterum, 40 ml af VIR- Provigil, anabólískum sterum, 110 ml af TestoE 250, anabólískum sterum, 150 ml af SustaJect, anabólískum sterum, 180 ml af TCypion, anabólískum sterum, 80 ml af MasteronE, anabólískum sterum, 20 ml af TestoRapid, anabólískum sterum, og 30 ml af Masteron, anabólískum sterum.“

Engar upplýsingar er að finna í fljótu bragði um konuna aðrar en þær sem koma fram í dómsorðinu. Hún er ekki með íslenska kennitölu og kemur því ekki upp í þjóðskrá. Óvíst er hvort hún lesi Lögbirtingablaðið en dómurinn er birtur samkvæmt 3. mgr. 185. gr., sbr. 3. mgr. 156. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, sem kveður á um að birta skuli sakborningum dóma.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast