fbpx
Þriðjudagur 23.desember 2025
Pressan

Nýju bresku vegabréfin eru framleidd í Póllandi – Netverjar hafa stjórnvöld að háði og spotti fyrir vikið

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 24. febrúar 2020 08:00

Boris Johnson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breski vegabréfaframleiðandinn De La Rue verður að segja 170 starfsmönnum upp eftir að fransk/hollenska fyrirtækið Thales náði samningum við breska ríkið um framleiðslu 50 milljóna vegabréfa. Þau verða prentuð í Póllandi. Það hefur verið Boris Johnson, forsætisráðherra, og fleiri stuðningsmönnum Brexit mikið kappsmál að fá aftur blátt vegabréf í staðinn fyrir dökkrautt vegabréf ríkisborgara aðildarríkja ESB.

Það er sem sagt fyrirtæki í ESB sem mun sjá um framleiðslu vegabréfanna og þessu hafa margir skemmt sér vel yfir á netinu enda var ein af grunnhugmyndunum á bak við Brexit að Bretar tækju aftur yfir stjórnina á atvinnumarkaðnum í landinu og þyrftu ekki að leita út fyrir landsteinana.

Fjölmiðlafulltrúar ríkisstjórnarinnar birtu mynd af Boris Johnson þar sem hann heldur á bláa vegabréfinu og hafa netverjar skemmt sér konunglega yfir myndinni og því sem skrifað hefur verið um hana.

Til dæmis skrifaði einn Twitternotandi með ákveðinni kaldhæðni: „Boris Johnson á leið heim frá Póllandi þar sem hann sótti nýja vegabréfið sitt.“

Priti Patel, innanríkisráðherra, sagði að með því að taka aftur upp blátt og gult vegabréf tengist vegabréfið á nýjan leik bresku þjóðinni. The Times birti mynd af henni með vegabréfið.

„Það er mikil kaldhæðni að nýja bláa vegabréfið er framleitt í Póllandi af fransk/hollensku fyrirtæki og að breski vegabréfaframleiðandinn De La Rue á í vanda og þarf að fækka fólki. Ég man ekki eftir kosningaloforðinu ”Bresk störf fyrir pólska verkamenn” en hér birtist það.”

Skrifaði breski blaðamaðurinn Paul Lewis á Twitter.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Salah hetja Egyptalands
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ungar konur hjálpuðu barni að fremja morð

Ungar konur hjálpuðu barni að fremja morð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vissi að eitthvað alvarlegt væri að þegar fastakúnni hætti að mæta

Vissi að eitthvað alvarlegt væri að þegar fastakúnni hætti að mæta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvarf 3 ára og fannst 42 árum síðar – Hafði ekki hugmynd um að hún væri týnt barn

Hvarf 3 ára og fannst 42 árum síðar – Hafði ekki hugmynd um að hún væri týnt barn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hlógu þegar þeir óku viljandi aftan á reiðhjólamann – Dæmdir í vikunni og hlógu ekki þá

Hlógu þegar þeir óku viljandi aftan á reiðhjólamann – Dæmdir í vikunni og hlógu ekki þá
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Þú ert Dauði læknir, eitrari, morðingi. Þú ert smánarblettur læknastéttarinnar“

„Þú ert Dauði læknir, eitrari, morðingi. Þú ert smánarblettur læknastéttarinnar“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Nýjar upplýsingar í máli ferðamanns sem hvarf sporlaust fyrir tveimur árum

Nýjar upplýsingar í máli ferðamanns sem hvarf sporlaust fyrir tveimur árum