fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Sport

Körfuboltalandsliðið veldur vonbrigðum á EM

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 2. september 2017 14:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland tapaði stórt gegn Póllandi á EM í körfubolta sem haldið er í Finnlandi þessa dagana, 61:91. Liðið tapaði líka fyrsta leiknum í mótinu, gegn Grikklandi, með 30 stiga mun. Fyrirfram var talið að Ísland ætti mesta möguleika á að leggja lið Póllands að velli og Íslendingar byrjuðu leikinn í dag mjög vel og leiddu fyrstu mínúturnar. En Pólverjar náðu brátt undirtökunum, sigu fram úr og munurinn jókst jafnt og þétt. Olli það miklum vonbrigðum að þessi leikur skyldi ekki verða tvísýnni.

Íslensku leikmennirnir hittu mjög illa á körfuna og flæðið í sóknarleiknum var ekki gott. Stigahæsti maður liðsins í leiknum, Hörður Axel Vilhjálmsson sem skoraði 16 stig, sagði í viðtali við RÚV eftir leikinn:

„Við hittum bara mjög illa og ef við hittum illa að þá eigum við ekki breik í þessi lið hérna. Við verðum bara að fara að hitta betur. Það er aðal ástæðan fyrir því að við töpuðum þessum leik og þegar þú hittir illa er erfiðara að peppa sig endalaust aftur í vörn. Við verðum að taka okkur saman og hitta úr þessum skotum af því að við erum að fá öll skot sem að við viljum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Uppljóstrar um grjótharða reglu sem allir hjá KSÍ þurfa að fylgja

Uppljóstrar um grjótharða reglu sem allir hjá KSÍ þurfa að fylgja
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

„Knattspyrna kvenna á rosalegri siglingu“

„Knattspyrna kvenna á rosalegri siglingu“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Snýr aftur til PSG eftir misheppnaða lánsdvöl

Snýr aftur til PSG eftir misheppnaða lánsdvöl
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Íslendingar eiga góðar minningar frá sviði morgundagsins – Myndband

Íslendingar eiga góðar minningar frá sviði morgundagsins – Myndband
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Oasis heiðraði minningu Jota á fyrstu tónleikunum í 16 ár – Sjáðu myndbandið

Oasis heiðraði minningu Jota á fyrstu tónleikunum í 16 ár – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Gittens staðfestur hjá Chelsea

Gittens staðfestur hjá Chelsea
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þorsteinn: „Erum komin með bakið upp við vegg“

Þorsteinn: „Erum komin með bakið upp við vegg“
433Sport
Í gær

Sveindís Jane: „Maður var eiginlega orðlaus yfir þessu“

Sveindís Jane: „Maður var eiginlega orðlaus yfir þessu“
433Sport
Í gær

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall