fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Fréttir

Nú á að senda þau til Grikklands: Óöryggi, hræðsla og vanlíðan

Ritstjórn DV
Föstudaginn 21. febrúar 2020 11:17

Ali er 9 ára, Kayan er 5 ára, Saja er 4 ára og Jadin er eins árs.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Á Íslandi eru nú stödd fjögur börn, systkinin Ali, Kayan, Saja og Jadin, sem öll eru yngri en níu ára, en til stendur að brottvísa þeim, ásamt foreldrum þeirra sem eru frá Írak og eru fædd árin 1993 og 1995 til Grikklands.“

Þetta segir í tilkynningu frá Solaris – hjálparsamtökum fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, vegna yfirvofandi brottvísunar barnanna frá Íslandi til Grikklands.

„Ítrekað hefur verið sýnt fram á skelfilegar aðstæður flóttafólks á Grikklandi. Það er því ekki með nokkru móti hægt að réttlæta brottvísanir á börnum til Grikklands og stjórn Solaris fordæmir með öllu brottvísanir íslenskra yfirvalda á flóttabörnum til Grikklands.“

Í tilkynningunni segir að nú stöndum við frammi fyrir einni stærstu mannúðarkrísu sögunnar sem einkennist af því að aldrei hafa fleiri verið á flótta í heiminum en nú. Þannig séu meira en 70 milljónir einstaklinga á flótta í heiminum undan stríði, átökum og ofsóknum. Um helmingurinn af þeim eru börn yngri en 18 ára. Það þýðir að meira en 35 milljónir barna eru á flótta í heiminum í dag.

Í tilkynningunni segir einnig að þrátt fyrir að hafa vernd á Grikklandi hafi fjölskyldan búið við afar bágar aðstæður. Í Grikklandi sé skortur á húsnæði fyrir flóttafólk, enga atvinnu sé að finna, skólaganga sé af skornum skammti og aðgengi að heilbrigðisþjónustu er skert.

„Þar að auki upplifði fjölskyldan mikið óöryggi, hræðslu og vanlíðan þegar þau voru á Grikklandi, meðal annars vegna mikilla kynþáttafordóma, ofbeldis og ítrekaðra árása af höndum grískra öfgahópa á fjölskylduna, en í einni þeirra var móðir barnanna handleggsbrotin.“

Þá hafi ítrekað verið sýnt fram á skelfilegar aðstæður flóttafólks á Grikklandi og mannréttindasamtök ítrekað gagnrýnt endursendingar á flóttabörnum til Grikklands.

„Stjórn Solaris fordæmir að íslensk yfirvöld skuli halda áfram að senda börn á flótta í ómannúðlegar og hættulegar aðstæður á Grikklandi. Það er mikilvægt að hafa mannúð og mannréttindi að leiðarljósi við ákvarðanatöku er snýr að málefnum barna á flótta. Að því gefnu verða stjórnvöld að stöðva brottvísun Ali, Kayan, Saja og Jadin til Grikklands.“

Fjallað er um málefni fjölskyldunnar í nýjasta tölublaði Mannlífs í dag. Þar segir að fjölskyldan hafi fengið synjun á efnismeðferð hjá Útlendingastofnun og úrskurðarnefnd um útlendingamál. Fjölskyldunni hafi verið tilkynnt að þau ættu að búa sig undir að vera flutt aftur til Grikklands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ósáttur faðir barns í gámaskóla óttast um forgangsröðun bæjarins – „Enn eitt árið njóta þau ekki allra þeirra kosta sem skólar á Íslandi bjóða almennt upp á“

Ósáttur faðir barns í gámaskóla óttast um forgangsröðun bæjarins – „Enn eitt árið njóta þau ekki allra þeirra kosta sem skólar á Íslandi bjóða almennt upp á“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs heitins bar vitni – „Þetta er bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum“

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs heitins bar vitni – „Þetta er bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum“
Fréttir
Í gær

Hrikaleg matareitrun á spænsku hóteli – Yfir 100 gestir fárveikir

Hrikaleg matareitrun á spænsku hóteli – Yfir 100 gestir fárveikir
Fréttir
Í gær

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“
Fréttir
Í gær

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”
Fréttir
Í gær

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið