fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Fréttir

Bjarni hefur sínar efasemdir um nýjar höfuðstöðvar Landsbankans

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 20. febrúar 2020 13:20

Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hef mínar efasemdir um að nauðsynlegt sé að byggja höfuðstöðvar á þessum stað,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun.

Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins sem hefur verið gagnrýninn á byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans við Hafnartorg, steig þá í pontu og spurði Bjarna hvers vegna bygging nýrra höfuðstöðva hafi aldrei verið samþykkt af eiganda bankans og hvers vegna málið hafi ekki verið borið undir hluthafafund.

Málið hefur verið talsvert í deiglunni að undanförnu, en á dögunum var greint frá því að framkvæmdin væri þegar komin 1,8 milljörðum króna fram úr áætlun.

Birgir benti á að Bankasýsla ríkisins fari með hlut ríkisins í bankanum og samkvæmt lögum geti ráðherra beint tilmælum til hennar um tiltekin mál. Það hafi til dæmis gerst þegar laun bankastjóra ríkisbankanna voru lækkuð. „Bankasýslan sat alla aðalfundi bankans og vissi vel af fyrirhuguðu stórhýsi. Hæstv. ráðherra var því ekkert til fyrirstöðu að beina þeim tilmælum til Bankasýslunnar að láta stjórn bankans falla frá byggingunni?“

Bjarni sagði að margar rangfærslur væru í ræðu Birgis. Hann benti þó að hann héldi ekki á hlutabréfum heldur væru þau í Bankasýslunni sem hefði ákveðið fyrirkomulag við val á stjórnum.

„Stjórn Landsbankans er sjálfstæð, hún sækir umboð sitt ekki til Bankasýslunnar heldur til aðalfundarins og tekur ekki fyrirmælum frá Bankasýslunni heldur starfar sjálfstætt sem stjórn þessa fyrirtækis á grundvelli laga og reglna sem bankinn sjálfur hefur sett sér.“

Þá kveðst hann hafa efasemdir um að bankanum hafi borið að leita samþykkis á aðalfundi. „En hitt er síðan annað mál að það kann að vera svo að fjármálaráðherra geti sent ýmiss konar tilmæli til Bankasýslunnar um hitt og þetta, t.d. gerðum við það á sínum tíma, eins og rakið var, að við lögðum áherslu á það við öll ríkisfyrirtæki, ekki bara fjármálafyrirtæki, Bankasýsluna eins og öll önnur fyrirtæki í eigu ríkisins, að menn gættu hófs við launaákvarðanir forstjóra og tækju mið af þeirri stefnumörkun sem myndaðist við kjarasamningagerð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Blöskrar áform um stækkun Þjóðleikhússins – „Sú ráðdeild sem þjóðin þarfnast?“

Blöskrar áform um stækkun Þjóðleikhússins – „Sú ráðdeild sem þjóðin þarfnast?“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Þóra hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu – „Fegin að snúa mér að einhverju öðru“

Þóra hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu – „Fegin að snúa mér að einhverju öðru“
Fréttir
Í gær

Ósáttur faðir barns í gámaskóla óttast um forgangsröðun bæjarins – „Enn eitt árið njóta þau ekki allra þeirra kosta sem skólar á Íslandi bjóða almennt upp á“

Ósáttur faðir barns í gámaskóla óttast um forgangsröðun bæjarins – „Enn eitt árið njóta þau ekki allra þeirra kosta sem skólar á Íslandi bjóða almennt upp á“
Fréttir
Í gær

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs heitins bar vitni – „Þetta er bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum“

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs heitins bar vitni – „Þetta er bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum“
Fréttir
Í gær

Flóttafólk sem stofnaði veitingastað í Keflavík verður fyrir árásum á netinu – „Þetta hefur mikil áhrif á okkur“

Flóttafólk sem stofnaði veitingastað í Keflavík verður fyrir árásum á netinu – „Þetta hefur mikil áhrif á okkur“
Fréttir
Í gær

Halla bendir á svívirðilegt óréttlæti – „Nýta sér skólana og fá sorpþjónustu eins og almennt launafólk, en leggja ekkert af mörkum“

Halla bendir á svívirðilegt óréttlæti – „Nýta sér skólana og fá sorpþjónustu eins og almennt launafólk, en leggja ekkert af mörkum“
Fréttir
Í gær

Hrikaleg matareitrun á spænsku hóteli – Yfir 100 gestir fárveikir

Hrikaleg matareitrun á spænsku hóteli – Yfir 100 gestir fárveikir
Fréttir
Í gær

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“