fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025
Eyjan

Sigmundur Davíð hættir í Framsóknarflokknum og biður um hjálp við að finna nafn á nýja framboðið

Ari Brynjólfsson
Sunnudaginn 24. september 2017 11:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Mynd/Sigtryggur Ari

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra er hættur í Framsóknarflokknum og er nú að vinna að því að mynda nýtt stjórnmálaafl sem mun hafa róttæka rökhyggju að leiðarljósi. Segir Sigmundur í opnu bréfi til Framsóknarmanna að hann hafi dáðst að Framsóknarmönnum og það hafi gengið svo langt að hann hafi farið að líta svo á að samasemmerki væri milli þess að vera Framsóknarmaður og vera traustur og góður einstaklingur:

Sú mynd hrundi á síðasta ári. En um leið fór mér þó að þykja enn vænna en áður um þá vini mína í flokknum sem reyndust mér stoð og stytta í mótlæti.

Eftir atburði vorsins 2016 dró hann sig í hlé en þegar hann sneri aftur segir Sigmundur að hann hafi aldrei fengið jafn mikla velvild og hvatningu frá almenningi. Miklum óþverra hafi verið kastað í sig og eiginkonu sína og segir Sigmundur það hafa sært sig mikið þegar hans eigin flokksfélagar hafi tekið þátt í því:

Frá flokksþingi Framsóknarflokksins í Háskólabíói haustið 2016 þar sem Sigmundur Davíð laut í lægra haldi fyrir Sigurði Inga Jóhannssyni í formannskosningum Mynd: DV/Sigtryggur Ari

„Á 100 ára afmæli Framsóknarflokksins ákvað hópur fólks að steypa flokknum í stríð og fórna endurreisn flokksins, árangrinum sem við höfðum náð og gildum sem hinn aldargamli flokkur var byggður á. Á afmæli Framsóknarflokksins fékk Sjálfstæðisflokkurinn kosningasigur að gjöf og Framsókn tók á sig mesta tap frá upphafi. Þeir sem þetta gerðu, gerðu það með opin augun, eins og einn ræðumaður á flokksþinginu orðaði það, og beittu til þess aðferðum sem ekki hafði hvarflað að mér að yrði nokkurn tímann beitt í Framsóknarflokknum.“

Segir Sigmundur að nú sé enn á ný verið að reyna að loka sig úti og grafa undan honum innan flokksins. Nú standi hann frammi fyrir tveimur valkostum, ýmist að sætta sig við lög og reglur flokksins hafi verið brotar og svo að sitja næstu fjögur ár í litlum þingflokki með fólki sem lítur á það sem sitt æðsta markmið að koma honum frá. Hinn valkosturinn sé að stofna nýtt framboð:

Bjóða upp á valkost sem svarar kalli tímans og bregst við upplausnarástandi stjórnmálanna með skynsemishyggju og réttlæti að leiðarljósi. Vinna með traustu og heiðarlegu fólki að því að mynda flokk sem hefur þolgæði og kraft til að standa vörð um það sem er sanngjarnt og rétt, líka þegar það er erfitt. Flokk sem getur veitt stöðugleika og staðið vörð um hefðbundin grunngildi en er um leið flokkur hugmyndaauðgi og framfara. Flokk sem leitar til þeirra sem best þekkja til á hverju sviði og styður góðar hugmyndir sama hvaðan þær koma.

Sigmundur segir að hann sé nú sé erfiðasta verkefnið að finna nafn á hreyfinguna:

Ég hvet þá sem vilja taka þátt í því starfinu á einhvern hátt, Framsóknarmenn og aðra, til að senda tölvupóst á frambod2017@gmail.com

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Ferguson fer til Roma
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigmar Guðmundsson: Fundarslit Hildar Sverrisdóttur settu aukna hörku í þinglokin

Sigmar Guðmundsson: Fundarslit Hildar Sverrisdóttur settu aukna hörku í þinglokin
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þingfundur hefst kl. 10 – Þrjú mál á dagskrá fyrir sumarfrí

Þingfundur hefst kl. 10 – Þrjú mál á dagskrá fyrir sumarfrí
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Til varnar Íslandssögu Jónasar frá Hriflu

Björn Jón skrifar: Til varnar Íslandssögu Jónasar frá Hriflu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindabrot gegn fötluðum og öldruðum einstaklingum

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindabrot gegn fötluðum og öldruðum einstaklingum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stalín er ekki lengur hér

Óttar Guðmundsson skrifar: Stalín er ekki lengur hér