fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Pressan

Ferðamenn streyma til Danmerkur – Aldrei fleiri gistinætur

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 21. febrúar 2020 19:00

Mörg erlend ríki stunda njósnir í Danmörku.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 2019 varð enn eitt metárið í dönskum ferðamannaiðnaði. Fjöldi gistinátta jókst um 2,2 milljónir frá árinu áður og fór í 56 milljónir. Þetta sýna tölur frá Danmarks Statistik, en tölurnar ná meðal annars yfir hótel, sumarhús, tjaldsvæði og farfuglaheimili.

Hluta aukningarinnar má rekja til fleiri ferðamanna frá Þýskalandi. Jan Olsen, sem er yfirmaður hjá Visit Denmark, segir að Þjóðverjar hafi uppgötvað Danmörku að nýju og að velgengni ferðamannaiðnaðarins megi að stórum hluta rekja til þeirra. Þýskir ferðamenn sækja sérstaklega í að leigja sumarhús í Danmörku og má rekja allt að tvo þriðju, af 21 milljón gistinátta árið 2019, í sumarhúsum til þeirra.

Færri Svíar heimsóttu Danmörku en árið áður, og fjöldi ferðamanna frá Noregi stóð í stað. Þetta útskýrir Jan Olsen með því að bæði sænska og norska krónan hafi veikst, þannig að ferðamenn frá þeim löndum fái minna fyrir peninginn en áður.

Mest hefur aukningin verið á gistinóttum á hótelum og eru það sértaklega Danir sem bera ábyrgð á þeirri aukningu. Þrátt fyrir að það hafi færst í vöxt að fólk gisti á hótelum eru sumarhús enn vinsælust meðal ferðamanna í Danmörku.

Það eru aðeins tjaldsvæði og skemmtibátahafnir sem fengu færri gesti 2019  en árið áður, en það má að hluta  til rekja til þess að sumarið 2018 var óvenjuhlýtt.

Það hefur færst í vöxt að ferðamenn komi til Danmerkur allt árið, sem skapar jafnvægi í ferðamannaiðnaðinum og skapar fleiri störf. Búist er við því að árið 2020 verið enn eitt metárið og býst Jan Olsen við enn meiri aukningu á ferðamönnum frá Þýskalandi. Hann býst ekki við að Kórónavírusinn muni hafa mikil áhrif á ferðamannastrauminn, þar sem að ferðamenn frá Kína séu aðeins lítill hluti þeirra sem heimsækja landið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Játaði til að vernda kærustuna sem svo sveik hana – „Þetta var rosaleg ást, er það ekki? Hún var banvæn“

Játaði til að vernda kærustuna sem svo sveik hana – „Þetta var rosaleg ást, er það ekki? Hún var banvæn“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sá eftir glæpnum áratugum síðar og skilaði hinum látna

Sá eftir glæpnum áratugum síðar og skilaði hinum látna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ein helsta stuðningskona Trump á þingi sökuð um að vera vinstrisinnuð

Ein helsta stuðningskona Trump á þingi sökuð um að vera vinstrisinnuð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð á nágranna sínum – Svona leit síðasta máltíðin hans út

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð á nágranna sínum – Svona leit síðasta máltíðin hans út