fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
Fréttir

Lögreglan sendir frá sér yfirlýsingu vegna kjálkabrotsins

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 16. febrúar 2020 17:15

Höfuðstöðvar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá yfirlýsingu vegna frétta af viðskiptum lögreglumanns við ungan mann en maðurinn kjálkabrotnaði. Samkvæmt yfirlýsingu lögreglunnar lítur út fyrir að maðurinn hafi fengið þá áverka sem um getur í læknisvottorði sem hann fékk á læknavaktinni og fjallað hefur verið um í fréttum, áður en lögregla var kölluð á vettvang. Yfirlýsing lögreglunnar er eftirfarandi:

Vegna frétta í fjölmiðlum í dag um handtöku ungs manns og lýsingu á tilurð áverka á honum, m.a. brotnar tennur og hugsanlegt kjálkabrot, vill Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu taka fram að eftir skoðun á myndefni frá vettvangi verður ekki annað ráðið en áverkir mannsins hafi verið tilkomnir áður en lögreglan var kölluð til og staðfestir myndefnið það.

Upphaf málsins var um hálffimmleytið í fyrrinótt, en þá var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna hópslagsmála í Bankastræti í Reykjavík sem höfðu brotist þar út og var maðurinn og þrír aðrir handteknir á vettvangi.

Sjá einnig: Lögreglumaður sakaður um hrottalega árás í miðbænum í nótt

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Þorsteinn sendir Snorra væna pillu: „Hoppar í drullupollum með frægustu ofbeldismönnum landsins“

Þorsteinn sendir Snorra væna pillu: „Hoppar í drullupollum með frægustu ofbeldismönnum landsins“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Guðmundur Ingi útskýrir hvers vegna hann fékk fyrrum þingmann Samfylkingar til að aðstoða sig

Guðmundur Ingi útskýrir hvers vegna hann fékk fyrrum þingmann Samfylkingar til að aðstoða sig
Fréttir
Í gær

Sjóvá kemst ekki lengra með mál þremenninga sem sakaðir voru um tryggingasvik

Sjóvá kemst ekki lengra með mál þremenninga sem sakaðir voru um tryggingasvik
Fréttir
Í gær

Taktík Úkraínumanna hefur áhrif á Evrópuríki og rússneskan almenning

Taktík Úkraínumanna hefur áhrif á Evrópuríki og rússneskan almenning
Fréttir
Í gær

María Sjöfn lagði ríkið fyrir Mannréttindadómstólnum – Kærði sambýlismann fyrir ofbeldi en málið fyrntist

María Sjöfn lagði ríkið fyrir Mannréttindadómstólnum – Kærði sambýlismann fyrir ofbeldi en málið fyrntist
Fréttir
Í gær

„Þetta snýst þannig séð ekk­ert um kyn­ferðis­lega mis­notk­un á börn­um“

„Þetta snýst þannig séð ekk­ert um kyn­ferðis­lega mis­notk­un á börn­um“