fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
Fréttir

MR sakaður um að hafa rangt við í Gettu betur: „Afar furðulegt að þjálfarar liðanna skuli sitja á fremsta bekk“

Ágúst Borgþór Sverrisson, Jón Þór Stefánsson
Laugardaginn 15. febrúar 2020 08:22

Skjáskot RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pétur Hrafn Friðriksson heldur því fram á Twitter í gærkvöld að MR hafi fengið hjálp frá þjálfara sínum í keppni gærkvöldsins í Gettu betur sem sýnd var á RÚV. Hafi MR breytt svari sínu eftir að þjálfari liðsins leiðrétti keppendurna frá fremsta bekk í salnum. Pétur skrifar:

„Áhugavert atvik í Gettu betur keppni kvöldsins þar sem MR hafði breytt rangt svar í fyrri vísbendingaspurningu kvöldsins en eftir að hafa heyrt „nei“ úr salnum frá þjálfara sínum breyttu þau aftur í rétt svar. Afar furðulegt að þjálfarar liðanna skuli sitja á fremsta bekk.“

 

Athyglisvert er að Fjóla Ósk sem sigraði í þessari keppni með Kvennaskólanum í fyrra endurtístir þessum orðum Pétur Hrafns og tekur þar með undir þau. Bætir Fjóla raunar um betur í svari til Péturs og segir að klárlega ætti að endurskoða úrslitin. MR lagði Kvennó naumlega að velli í keppninni í gærkvöld, með aðeins eins stigs mun.

Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan. Sumir áhorfendur telja sig heyra „nei“ úr salnum á 13-14 sekúndu. Myndbandið leiðir ekki í ljós úr hvaða barka það kemur.

[videopress bSngRyJP]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Samtal við bandaríska stúlku fékk Felix til að hugsa um ástandið hér heima – „Ég fann svo til með henni“

Samtal við bandaríska stúlku fékk Felix til að hugsa um ástandið hér heima – „Ég fann svo til með henni“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Hagkaup vara við svikapóstum – Óvenju handstór kona lofar veglegri gjöf

Hagkaup vara við svikapóstum – Óvenju handstór kona lofar veglegri gjöf
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Spekingar deila um sniðgöngumálið – „Þetta er útúrsnúningur“

Spekingar deila um sniðgöngumálið – „Þetta er útúrsnúningur“
Fréttir
Í gær

Herþotur sendar frá Keflavík til að leita að rússneskum kafbát sem ógnaði flugmóðurskipi – Stór og óvenjuleg aðgerð

Herþotur sendar frá Keflavík til að leita að rússneskum kafbát sem ógnaði flugmóðurskipi – Stór og óvenjuleg aðgerð