Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra braut ekki reglur um trúnað með því að segja Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra að faðir hans, Benedikt Sveinsson, hafi skrifað undir umsögn fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson til að hann gæti fengið uppreist æru. Samkvæmt heimildum RÚV mun Tryggi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis hafa sagt þetta á lokuðum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun.
Tryggvi mun hafa sagt nefndinni í morgun að hann hafi kannað hvort ástæða hafi verið fyrir því að ráðast í frumkvæðisathugun á samskiptum dómsmálaráðherra og forsætisráðherra, en ekki hafi verið ástæða fyrir því þar sem engar reglur hafi verið brotnar.