fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
Fréttir

Ótrúleg saga hófst í fjöruferð á Kársnesi: „Ég ætlaði ekki að trúa þessu“

Auður Ösp
Föstudaginn 14. febrúar 2020 12:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flöskuskeyti sjö ára íslenskrar stúlku ferðaðist mörg þúsund kílómetra áður en það fannst við strendur norðvesturhluta Frakklands. Amma stúlkunnar kveðst gáttuð yfir því hversu langt skeytið náði en níu mánuðir liðu þar til svar barst til Íslands frá Frakklandi.

Hin 7 ára gamla Emelía Rós var í heimsókn hjá ömmu sinni, Kristbjörgu Sigurvinsdóttur, þegar upp kom sú hugmynd að senda flöskuskeyti. Franski miðilinn Le Télegramme ræddi við Kristbjörgu á dögunum.

„Ég ætlaði ekki að trúa þessu,“ segir Kristbjörg en skeytinu var hent í sjóinn við stendur Íslands þann 17. mars í fyrra.

„Emelía var í heimsókn hjá mér í Kópavoginum og við fórum í fjöruferð á Kársnes. Okkur finnst æðislegt að vera í fjörunni og leita að kröbbum og skeljum,“ segir Kristbjörg og bætir við að þarna hafi kviknað hjá þeim hugmyndin um henda flöskuskeyti í sjóinn og bíða svo og sjá hvort að það fyndist. Þegar heim var komið skrifuðu þær litla orðsendingu á miða og komu blaðinu fyrir í flösku. Í skeytinu kom fram heimilisfang Kristbjargar og báðu þær viðtakandann um að senda þangað svar.

Plouhinec. Ljósmynd/Wikipedia

Það vildi svo til að afi Emelíu var á leið á veiðar á bátnum sínum og tók hann að sér að fleygja flöskuskeytinu í hafið á Faxaflóa.

„Ég verð að viðurkenna að ég var með örlítið samviskubit yfir því að vera að henda plastflösku í sjóinn,“ segir Kristbjörg, en hún segist í staðinn hafa heitið því að vera enn duglegri en áður við að hirða rusl á gönguferðum sínum.

Það var síðan í byrjun janúar síðastliðinn að Kristbjörgu barst bréf frá frönskum manni, Jean Marc, og konunni hans. Þau hjónin höfðu verið í gönguferð á ströndinni við bæinn Plouhinec á suðvesturhorni Bretagne þegar þau fundu flöskuna frá Íslandi.

Kristbjörg segir þær stöllur í skýjunum yfir því að flöskuskeytið hafi fundist. „Okkur langar að þakka Jean Marc og konunni hans fyrir að svara okkur,“ segir Kristbjörg en hún kveðst einnig vera þakklát þeim hjónum fyrir að láta sér annt um umhverfið og taka upp flöskuna í stað þess að hunsa hana eins og hvert annað rusl.

Þær Kristbjörg og Emelía Rós röktu leið skeytisins á heimskorti. „Við erum ennþá gáttaðar á því hvernig skeytið gat endað þarna í Bretagne. Satt að segja þá átti ég von á að skeytið myndi reka á land einhvers staðar skammt í burtu, í fjörunni á Íslandi,“ segir Kristbjörg jafnframt en þær stöllur eru ákveðnar í að heimsækja Plouhinec í nánustu framtíð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Sviku fé af móður með því að panta vörur á Temu á kortinu hennar – „Engar sannanir fyrir því að mamma hafi auðkennt þetta“

Sviku fé af móður með því að panta vörur á Temu á kortinu hennar – „Engar sannanir fyrir því að mamma hafi auðkennt þetta“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Carol handleggsbrotnaði á fyrsta degi Íslandsheimsóknar – Bjargvætturinn Þór bar hana af fjallinu

Carol handleggsbrotnaði á fyrsta degi Íslandsheimsóknar – Bjargvætturinn Þór bar hana af fjallinu
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Helgi Áss kjaftstopp: „Þetta ástand er niðurlægjandi fyrir Breiðholt“

Helgi Áss kjaftstopp: „Þetta ástand er niðurlægjandi fyrir Breiðholt“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Segir Valtý hafa ætlað að fela sannleikann í stærsta sakamáli Íslandssögunnar – „Banamaður Geirfinns hafði hreðjatak á þér“

Segir Valtý hafa ætlað að fela sannleikann í stærsta sakamáli Íslandssögunnar – „Banamaður Geirfinns hafði hreðjatak á þér“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Málverk sem nasistar stálu sást óvænt í fasteignaauglýsingu í Argentínu

Málverk sem nasistar stálu sást óvænt í fasteignaauglýsingu í Argentínu
Fréttir
Í gær

Spekingar deila um sniðgöngumálið – „Þetta er útúrsnúningur“

Spekingar deila um sniðgöngumálið – „Þetta er útúrsnúningur“
Fréttir
Í gær

Herþotur sendar frá Keflavík til að leita að rússneskum kafbát sem ógnaði flugmóðurskipi – Stór og óvenjuleg aðgerð

Herþotur sendar frá Keflavík til að leita að rússneskum kafbát sem ógnaði flugmóðurskipi – Stór og óvenjuleg aðgerð
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi útskýrir hvers vegna hann fékk fyrrum þingmann Samfylkingar til að aðstoða sig

Guðmundur Ingi útskýrir hvers vegna hann fékk fyrrum þingmann Samfylkingar til að aðstoða sig
Fréttir
Í gær

Húseigandi á Egilsstöðum fær ekki að losna við tjaldstæði á næstu grösum

Húseigandi á Egilsstöðum fær ekki að losna við tjaldstæði á næstu grösum