fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Eyjan

Lilja ósátt við RÚV – „Ég hefði kosið fullt gagn­sæi“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 11. febrúar 2020 10:13

Lilja D. Alfreðsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef Lilja Alfreðsdóttir, mennta – og menningarmálaráðherra hefði fengið að ráða einhverju í ráðningarferlinu þegar nýr útvarpsstjóri var valinn, hefði hún ekki haldið leynd yfir umsækjendum líkt og gert var, né neitað að rökstyðja valið á Stefáni líkt og RÚV gerði. Þetta kemur fram í svari hennar við fyrirspurn mbl.is:

„Ráðning í stöðu út­varps­stjóra ligg­ur al­farið á borði stjórn­ar RÚV sem er kos­in af Alþingi Íslend­inga. Það hef­ur þegar komið fram í þessu máli að ég hefði kosið fullt gagn­sæi í ráðning­ar­ferl­inu öllu og það á líka við um ákvörðun stjórn­ar að rök­styðja ekki,“

seg­ir Lilja og ljóst að traustið milli Lilju og stjórnar RÚV er í lægri kantinum.

Fela sig á bak við ohf

Sem kunnugt er hefur stjórn RÚV neitað að rökstyðja val sitt á Stefáni Eiríkssyni, en bæði Kristín Þorsteinsdóttir, fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins, og Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi þingmaður VG, sem báðar sóttu um starfið,  hafa kallað eftir slíkum rökstuðningi.

Var beiðni Kristínar synjað. Var vísað til þess að RÚV félli ekki undir lög um opinbera starfsmenn, þar sem það væri opinbert hlutafélag og því yrði beiðni Kristínar, um hvers vegna Stefán hefði verið tekin fram yfir hana, synjað.

Fyrirspurn Kolbrúnar hafði ekki borist til stjórnar RÚV, en gera má ráð fyrir að henni verði einnig synjað, en Kolbrún íhugar að kæra RÚV fyrir kærunefnd jafnréttismála.

Sjá einnig: Kolbrún íhugar að kæra ráðningu útvarpsstjóra – „Það er eðlilegt að ég skoði það“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi