fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Eyjan

Kolbrún íhugar að kæra ráðningu útvarpsstjóra – „Það er eðlilegt að ég skoði það“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 10. febrúar 2020 12:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi þingmaður VG, íhugar að kæra ráðningu Stefáns Eiríkssonar í starf útvarpsstjóra, til kærunefndar jafnréttismála. Stundin greinir frá.

Kolbrún sendi fyrirspurn til Capacent um rökstuðning fyrir ráðningu Stefáns, en RÚV hefur ekki borist erindi hennar frá Capacent, þó svo Capacent hafi sagst ætla að koma erindinu áleiðis.

Líkt og greint var frá í morgun neitaði Margrét Magnúsdóttir, starfandi útvarpsstjóri, að rökstyðja ráðningu Stefáns fyrir Kristínu Þorsteinsdóttur, fyrrverandi ritstjóra Fréttablaðsins, sem óskaði eftir því einnig. Var vísað til þess að RÚV félli ekki undir lög um opinbera starfsmenn, þar sem það væri opinbert hlutafélag og því yrði beiðni Kristínar, um hvers vegna Stefán hefði verið tekin fram yfir hana, synjað.

Má því ætla að erindi Kolbrúnar, ef eða þegar það loksins berst til Kára Jónssonar stjórnarformanns RÚV, verði synjað einnig.

Ósamræmi í afstöðu

Stundin greinir hins vegar frá því að Kári og aðrir stjórnarmenn RÚV hafi breytt afstöðu sinni, þar sem skilja mátti á Kára og öðrum stjórnarmönnum í blaði Stundarinnar þann 7. febrúar að þeir umsækjendur sem óskuðu eftir slíkum rökstuðningi, myndu fá hann.

Síðar hinn sama dag hins vegar, fékk Kristín synjun sína staðfesta og því ljóst að töluverðs ósamræmis gætir í orðum og athöfnum stjórnar RÚV.

Íhugar kæru

Kolbrún segir við Stundina að hún íhugi að kæra ráðninguna en vilji ekki gefa það út á þessu stigi hvort af verði:

„Ég er auðvitað með það til skoðunar. Það er eðlilegt að ég skoði það, sérstaklega í ljósi þess sem kærunefndin gerði í máli Ólínu Þorvarðardóttur,“

segir Kolbrún en Ólína fékk 20 milljónir í bætur þegar gengið var framhjá henni í ráðningu á þjóðgarðsverði Þingvalla. Sú ráðning heyrði hinsvegar undir stjórnsýslulög, upplýsingalög og lög um réttindi starfsmanna ríkisins, sem RÚV telur sig undanþegið vegna ohf væðingar sinnar árið 2006.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“