fbpx
Sunnudagur 21.desember 2025
Pressan

Breski „Bill Gates“ á framsal til Bandaríkjanna yfir höfði sér

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 11. febrúar 2020 15:29

Mike Lynch. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hann hefur verið nefndur „Bill Gates“ Bretlands en nú á hann framsal til Bandaríkjanna yfir höfði sér vegna ásakana um stórfelld svik. Maðurinn sem um ræðir heitir Mike Lynch en hann stofnaði tölvufyrirtækið Autonomy sem hann seldi til Hewlett Packard (HP) árið 2011 fyrir tæplega 11 milljarða dollara.  Hann gengur nú laus gegn tryggingu á meðan framsalsbeiðnin frá Bandaríkjunum er til meðferðar hjá breskum yfirvöldum.

CNBC skýrir frá þessu. Málið snýst um að HP telur að Lynch hafi þrýst verðinu á Autonomy upp áður en HP keypti það en það hefur reynst HP dýrkeypt. Autonomy sérhæfði sig í hugbúnaði sem leitar í óskipulögðum gögnum eins og tölvupóstum og símtölum. Kaupin áttu að vera stór liður í stefnu HP um að verða hugbúnaðarfyrirtæki frekar en framleiðandi véla en fyrirtækið er einna þekktast fyrir tölvur sínar og prentara.

Ekki leið á löngu eftir kaupin þar til það lá ljóst fyrir að þau voru stór mistök. Aðeins ári eftir kaupin þurfti HP að afskrifa 8,8 milljarða dollara vegna þeirra. Forstjóri fyrirtækisins var rekinn úr starfi og síðan hefur fyrirtækið beint spjótum sínum að Mike Lynch. Hann er sakaður um að hafa rangfært bókhald til að auka verðmæti fyrirtækisins. HP vill fá 5 milljarða dollara endurgreidda frá Lynch en því hafnar hann algjörlega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hlógu þegar þeir óku viljandi aftan á reiðhjólamann – Dæmdir í vikunni og hlógu ekki þá

Hlógu þegar þeir óku viljandi aftan á reiðhjólamann – Dæmdir í vikunni og hlógu ekki þá
Pressan
Fyrir 2 dögum

25 ár frá dauða Kirsty MacColl: Fyrrverandi eiginmaður sakar milljarðamæring um yfirhylmingu

25 ár frá dauða Kirsty MacColl: Fyrrverandi eiginmaður sakar milljarðamæring um yfirhylmingu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Opnar sig og sýnir ör eftir brjóstnám – „Ég deili þessum örum með mörgum konum sem ég elska“

Opnar sig og sýnir ör eftir brjóstnám – „Ég deili þessum örum með mörgum konum sem ég elska“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Birta dramatískar myndir af því þegar sonur leikstjórans var handtekinn

Birta dramatískar myndir af því þegar sonur leikstjórans var handtekinn
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ótrúlegt myndband af hetjunni í Sydney – „Hann er hetja, 100% hetja“

Ótrúlegt myndband af hetjunni í Sydney – „Hann er hetja, 100% hetja“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis