fbpx
Mánudagur 01.september 2025
Fréttir

Dagur telur launabil í samfélaginu nauðsynlegt – Segir stöðu Eflingar vera einstaklega erfiða

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 9. febrúar 2020 13:58

Dagur B. Eggertsson Mynd-Hanna/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að borgin geti ekki fallist á launakröfur Eflingar, en það er sökum þess að menntun sé metin til launa í samfélaginu.

Félagsmenn Eflingar, mest ófaglærðar konur sem starfa á leikskólum, gripu í vikunni tvisvar til tímabundinna verkfallsaðgerða og eru fleiri fyrirhugaðar. Dagur sagði í viðtali í Silfri Egils Helgasonar í dag að staðan væri einstaklega erfið. Hann segist hafa áhyggjur af umræddri stöðu og telur að hluti vandans sé forystuleysi.

„Það er enginn að útskýra hvað verkalýðshreyfingin, vinnuveitendur og ríkisstjórnin var að gera síðasta vor. Hvað það felur í sér,“ segir Dagur, sem tekur fram að þurfi að vera ákveðið launabil í samfélaginu.

„Ef við göngum að kröfum Eflingar eins og þær eru settar fram núna erum við ekki bara að hækka laun í samræmi við lífskjarasamningana heldur til viðbótar þannig að þeir sem áttu að bíða eða fá í raun minni kjarabætur, þeir sem eru með heldur hærri laun, háskólamenntað fólk og svo framvegis, væru orðin ansi nálægt ófaglærðum í kjörum og við vitum það sem tengjast þessum samningum að það yrði aldrei samþykkt af öðrum viðsemjendum.“

Að sögn Dags greiðir Reykjavíkurborg hærri laun til ófaglærðra starfsmanna leikskóla en gert sé í öðrum sveitarfélögum. Hann segir umræðuna ekki snúast einungis um að borgin semji við Eflingur, heldur allan vinnumarkaðinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jesse lést tveimur dögum fyrir 10 ára afmæli sitt – „Allur stuðningur, stór sem smár, er fjölskyldunni ómetanlegur”

Jesse lést tveimur dögum fyrir 10 ára afmæli sitt – „Allur stuðningur, stór sem smár, er fjölskyldunni ómetanlegur”
Fréttir
Í gær

Segir umræðu um innviðaskuld ferðamanna á villigötum – „Óhætt að segja að sínum augum lítur hver á silfrið”

Segir umræðu um innviðaskuld ferðamanna á villigötum – „Óhætt að segja að sínum augum lítur hver á silfrið”
Fréttir
Í gær

Stefán vill breyta einum elsta þætti RÚV

Stefán vill breyta einum elsta þætti RÚV
Fréttir
Í gær

Tyrkneskur bæjarstjóri tekinn á ofsahraða á Suðurlandsvegi – Ákærður en yfirgaf landið án þess að ljúka málinu

Tyrkneskur bæjarstjóri tekinn á ofsahraða á Suðurlandsvegi – Ákærður en yfirgaf landið án þess að ljúka málinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Umdeild áform, um endurbyggingu verkstæðis sem brann fyrir áratug, í uppnámi

Umdeild áform, um endurbyggingu verkstæðis sem brann fyrir áratug, í uppnámi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ósáttur við að Ellen hafi ekki fengið að vera með í Klassíkinni okkar – „Það er ekki eins og hún sé hætt að syngja“

Ósáttur við að Ellen hafi ekki fengið að vera með í Klassíkinni okkar – „Það er ekki eins og hún sé hætt að syngja“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Umdeildur lækningapredikari á leið til landsins – „Getur þú beðið guð að gera mig hávaxnari?“

Umdeildur lækningapredikari á leið til landsins – „Getur þú beðið guð að gera mig hávaxnari?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Elín sár út í borgina: Fékk enga þakkarkveðju eftir 40 ára starf

Elín sár út í borgina: Fékk enga þakkarkveðju eftir 40 ára starf