Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir það sé Ríkisútvarpinu að kenna að gögnin um þá sem fengið hafa uppreist æru hafi ekki verið opinberuð í sumar.
Vilhjálmur sagði í viðtali í þættinum Harmageddon í morgun að eftir að RÚV kærði ákvörðunina um afhenda ekki gögnin þá hafi Úrskurðarnefnd um upplýsingamál brugðist skjótt við og að mesta töfin í ferlinu hafi verið hjá RÚV. Því standist það ekki skoðun að halda því fram að dómsmálaráðuneytið hafi reynt að leyna upplýsingunum, ef svo væri raunin þá hefði ráðuneytið getað farið með úrskurðinn fyrir dómstóla:
Þetta var birt um leið og úrskurðurinn kom. En hver var mesta töfin hjá úrskurðarnefndinni? Af hverju vorum við svona lengi að fá þessar upplýsingar? Af því að Ríkisútvarp Íslands var fimm vikur að svara úrskurðarnefndinni,
segir Vilhjálmur, en fram kemur í úrskurðinum að RÚV hafi fengið umsögn ráðuneytisins 14. júlí en sendi ekki athugasemdir fyrr en 22. ágúst.
Mesta töfin í þessu máli var hjá Ríkisútvarpi Íslands. Og þannig er staðan. Og þessu máli var ekki áfryjað fyrir dómstóla.
Sjálfsagt að ræða við Vinstri græna
Vilhjálmur segir það anda köldu um þessar mundir milli Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar, varðandi hugsanlegt stjórnarsamstarf við Vinstri græna eftir kosningar segir hann:
Við erum bara ekki það barnaleg eins og hinir flokkarnir virðast vera, „ég vill ekki vinna með þessum og ég get ekki gert þetta“. Við erum í stjórnmálum, við höfum ábyrgð að stýra landinu og þá verðum við bara að gefa eitthvað eftir. Vinstri grænir eru vissulega næst stærsti flokkurinn á Íslandi í dag, er rótgróinn flokkur sem þolir að fá smá ágjöf á sig og þá er bara sjálfsagt að ræða við þau.