fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Eyjan

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins: Ríkisútvarpið olli töfunum á birtingu gagnanna

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 22. september 2017 15:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Samsett mynd/DV

Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir það sé Ríkisútvarpinu að kenna að gögnin um þá sem fengið hafa uppreist æru hafi ekki verið opinberuð í sumar.

Vilhjálmur sagði í viðtali í þættinum Harmageddon í morgun að eftir að RÚV kærði ákvörðunina um afhenda ekki gögnin þá hafi Úrskurðarnefnd um upplýsingamál brugðist skjótt við og að mesta töfin í ferlinu hafi verið hjá RÚV. Því standist það ekki skoðun að halda því fram að dómsmálaráðuneytið hafi reynt að leyna upplýsingunum, ef svo væri raunin þá hefði ráðuneytið getað farið með úrskurðinn fyrir dómstóla:

Þetta var birt um leið og úrskurðurinn kom. En hver var mesta töfin hjá úrskurðarnefndinni? Af hverju vorum við svona lengi að fá þessar upplýsingar? Af því að Ríkisútvarp Íslands var fimm vikur að svara úrskurðarnefndinni,

segir Vilhjálmur, en fram kemur í úrskurðinum að RÚV hafi fengið umsögn ráðuneytisins 14. júlí en sendi ekki athugasemdir fyrr en 22. ágúst.

Mesta töfin í þessu máli var hjá Ríkisútvarpi Íslands. Og þannig er staðan. Og þessu máli var ekki áfryjað fyrir dómstóla.

Sjálfsagt að ræða við Vinstri græna

Vilhjálmur segir það anda köldu um þessar mundir milli Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar, varðandi hugsanlegt stjórnarsamstarf við Vinstri græna eftir kosningar segir hann:

Við erum bara ekki það barnaleg eins og hinir flokkarnir virðast vera, „ég vill ekki vinna með þessum og ég get ekki gert þetta“. Við erum í stjórnmálum, við höfum ábyrgð að stýra landinu og þá verðum við bara að gefa eitthvað eftir. Vinstri grænir eru vissulega næst stærsti flokkurinn á Íslandi í dag, er rótgróinn flokkur sem þolir að fá smá ágjöf á sig og þá er bara sjálfsagt að ræða við þau.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir þetta vera leiðina til að lækka vexti á Íslandi

Segir þetta vera leiðina til að lækka vexti á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð
Eyjan
Fyrir 1 viku

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sleikipinnapólitík

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sleikipinnapólitík