fbpx
Fimmtudagur 17.júlí 2025
Eyjan

Vilja að Brynjar og Guðlaugur verði oddvitar Sjálfstæðisflokksins

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Miðvikudaginn 27. september 2017 21:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson og Guðlaugur Þór Þórðarson verða oddvitar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum fyrir komandi kosningar. Það er vilji uppstillingarnefndar Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Þetta hefur Eyjan eftir áreiðanlegum heimildum.

Sjö manns sitja í kjörnefnd og verður tillaga nefndarinnar borin upp til samþykktar næstkomandi laugardag. Framboðsfrestur rennur út á fimmtudag.

Gísli Kr. Björnsson formaður Varðar sagði í samtali við RÚV:

„Þetta eru stystu kosningar og stysta kosningabarátta í sögu lýðveldisins, að þá held ég að það sé nauðsynlegt að horfa til sömu lista og fengu lýðræðislegt umboð í fyrra í prófkjöri sjálfstæðismanna. Að auðvitað því undanskildu sem er auðvitað okkar sorg, sem er fráfall leiðtogans í Reykjavík suður, Ólafar Nordal, en þar myndi þá fólk færast upp.“

Samkvæmt heimildum Eyjunnar er það vilji kjörnefndar að Guðlaugur Þór haldi sæti sínu í Reykjavík norður en Brynjar Níelsson muni í stað Ólafar Nordal skipa efsta sæti í Reykjavík suður en hann skipaði annað sætið á eftir henni á listanum fyrir ári síðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þinglok: Ríkisstjórnin styrkir stöðu sína – sundrung innan stjórnarandstöðunnar

Þinglok: Ríkisstjórnin styrkir stöðu sína – sundrung innan stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Við höfum ekki talað að þrýstingi hagsmunaaðila eða í umboði einhverra annarra en kjósenda okkar“

„Við höfum ekki talað að þrýstingi hagsmunaaðila eða í umboði einhverra annarra en kjósenda okkar“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Minnihlutinn á Alþingi hefur ekki neitunarvald

Sigmundur Ernir skrifar: Minnihlutinn á Alþingi hefur ekki neitunarvald
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Alþingi leyst úr gíslingu

Alþingi leyst úr gíslingu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stjórnarandstaðan hefur lagt fram hugmynd að lausn – „Við sjáum hvað setur“

Stjórnarandstaðan hefur lagt fram hugmynd að lausn – „Við sjáum hvað setur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Baldur greinir stöðuna og varar við málamiðlunum – „Minnihluti þings ræður ferðinni á Alþingi þessa dagana“

Baldur greinir stöðuna og varar við málamiðlunum – „Minnihluti þings ræður ferðinni á Alþingi þessa dagana“