fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Pressan

Íhuga að tæma 900 tanka af geislavirku vatni út í Kyrrahafið

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 6. febrúar 2020 19:00

Hluti vatnstankanna við Fukushima. Mynd:Flickr/IAEA Imagebank

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við kjarnorkuverið í Fukushima í Japan standa um 900 stórir tankar sem eru stútfullir af geislavirku vatni. Í þeim eru um 1,2 milljónir tonna af geislavirku vatni. Vatnið hefur verið notað við kælingu kjarnakljúfa í kjarnorkuverinu en það skemmdist mikið af völdum gríðarlegrar flóðbylgju fyrir níu árum. Hún eyðilagði kælibúnað versins.

Síðan þá hefur vatni verið dælt á þrjá kjarnakljúfa versins til að koma í veg fyrir slys. En nú vita japönsk stjórnvöld ekki hvað þau eiga að gera við allt þetta mengaða vatn og íhuga af fullri alvöru að losa það út í Kyrrahafið. The Guardian skýrir frá þessu.

Sjómenn eru allt annað en sáttir við þetta og það sama má segja um nágrannana í Suður-Kóreu. Japönsk stjórnvöld segja að eftir tvö ár verði ekki pláss fyrir fleiri vatnstanka og að eitthvað verði að gera, ekki síst í ljósi þess að Ólympíuleikarnir fara fram í landinu í sumar.

Upphaflega áætlun eigenda kjarnorkuversins, Tokyo Electric, var að hreinsa ætti kælivatnið og síðan dæla því í hafið. En fyrirtækið hefur nú viðurkennt að það hafi ekki tekist að fjarlægja öll hættuleg efni úr vatninu við hreinsun þess og því hefur mengað vatn safnast upp við kjarnorkuverið.

Opinber vísindanefnd hefur nú farið yfir málið og komist að þeirri niðurstöðu að tveir kostir séu í stöðunni. Annar er að dæla vatninu í sjóinn en hinn er að láta það gufa upp úr tönkunum. Nefndin leggur til að fyrri leiðin verði farin. Hún segir að það sé öruggari leið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Dagur frelsunar og hryllings

Dagur frelsunar og hryllings
Pressan
Í gær

Náðu myndum af mörg hundruð svörtum köngulóm í Inka borginni á Mars

Náðu myndum af mörg hundruð svörtum köngulóm í Inka borginni á Mars
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir að stuðningskrókódíllinn hans sé horfinn

Segir að stuðningskrókódíllinn hans sé horfinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vísindamenn segja þessa æfingu geta lengt lífið og að allir hafi tíma fyrir hana

Vísindamenn segja þessa æfingu geta lengt lífið og að allir hafi tíma fyrir hana