fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Ræddu um áhrif þess að loka landinu á fundi í morgun – „Ákvörðun um slíkt yrði tekin ávallt tekin í samráði við stjórnvöld“ – Gera ráð fyrir að veiran berist hingað

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 29. janúar 2020 13:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sóttvarnalæknir og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra funduðu í morgun um kórónaveiruna svokölluðu. Á fundinum var meðal annars rætt um áhrif þess að loka landinu fyrir flug- og skipaumferð og áhrif þess á þjóðfélagið.

Þetta kemur fram í stöðuskýrslu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, en eins og kunnugt er hefur óvissustigi vegna kórónaveirunnar verið lýst yfir. Í dag eru staðfest tilfelli af völdum veirunnar orðin 6.072 og þá hafa 132 dauðsföll orðið. Auk þess eru upplýsingar um alvarleg veikindi hjá fjölda einstaklinga.

Ákvörðun tekin í samráði við stjórnvöld

Athygli vekur að lokun landsins var rædd á fundinum í morgun en í skýrslunni kemur fram að ekki sé raunhæft að grípa til slíkra aðgerða.

„Áætlað er að faraldur sem þessi gangi yfir á 2-3 mánuðum og gæti lokun landsins hugsanlega orðið til a.m.k. 6 mánaða. Ekki er talið raunhæft að grípa til slíkra aðgerða. Ákvörðun um slíkt yrði tekin ávallt tekin í samráði við stjórnvöld,“ segir í skýrslunni.

Enginn einstaklingur hefur enn sem komið er greinst á Íslandi, en sóttvarnalæknir gerir ráð fyrir að veiran muni berast hingað til lands. Því sé mikilvægt að grípa til ráðstafana til að hefta útbreiðslu hennar sem mest hér á landi. Engar aðgerðir muni hins vegar tryggja að veiran berist ekki hingað til lands.

Áætlanir gera ráð fyrir skertu atvinnulífi og hærri dánartíðni

Á fundinum í morgun var tekin ákvörðun um að vinna eftir landsáætlun fyrir heimsfaraldur inflúensu. Áætlunin styðst við lög um almannavarnir frá 2008 og sóttvarnalög frá 1997.

„Gert er ráð fyrir að atvinnulíf í landinu verði skert í ákveðinn tíma, hluti þjóðarinnar verði rúmfastur vegna veikinda og dánartíðnin verði umfram það sem búast má við í venjulegu árferði. Viðbrögð yfirvalda hér á landi beinast að því að hindra sem mest komu veirunnar og útbreiðslu innanlands,  tryggja heilbrigðisþjónustu fyrir veika einstaklinga og viðhalda nauðsynlegri starfsemi innanlands. “

Þá segir að notaðar verði margvíslegar leiðir til að ná til einstaklinga hér á landi eða við komuna til landsins sem hafa verið á þeim svæðum þar sem faraldur veirunnar er í gangi, sérstaklega Kína.

SMS-skeyti færu í alla farsíma

„Unnið er að undirbúningi SMS skilaboða sem munu berast í alla farsíma á landinu, bæði innlend símanúmer og erlend. Er það fyrst og fremst gert til að komast í samband við erlenda ferðamenn sem hafa verið í Hubei héraði eða á öðrum stöðum í Kína þar sem faraldurinn hefur greinst. Einblöðungi með leiðbeiningum til ferðamanna er einnig dreift í flugvélum, á Keflavíkurflugvelli og á öðrum alþjóðaflugvöllum hér á landi,“ segir í skýrslunni.

Þeir einstaklingar sem hugsanlega finna fyrir veikindum er bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmar +354 544-4113)  varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.

„Þessir einstaklingar eru sérstaklega beðnir um að mæta ekki á bráðamóttöku sjúkrahúsa eða á heilsugæslustöðvar nema að fengnum ráðleggingum í síma. Einstaklingar með grunsamlega eða staðfesta sýkingu verða settir í einangrun skv. nánari leiðbeiningum. Einkennalausir einstaklingar sem hafa verið í samneyti við einstaklinga með staðfesta eða líklega sýkingu verða settir í sóttkví skv. nánari leiðbeiningum.“

Þá vill sóttvarnalæknir  hvetja einstaklinga á ferðalögum erlendis, sérstaklega í Kína að hafa nokkur atriði í huga:

– Gæta vel að almennu hreinlæti, sérstaklega handþvotti.
– Forðast náið samneyti við einstaklinga sem eru með hósta og almenn kvefeinkenni.
– Forðast samneyti við villt dýr eða dýr á almennum mörkuðum.
– Nota pappír/klút fyrir vit við hnerra þegar um kvefeinkenni er að ræða og þvo hendur reglulega.
 – Láta heilbrigðisstarfsmenn vita um ferðir sínar ef einstaklingar þurfa að leita til heilbrigðiskerfisins hér á landi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann