fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Fréttir

Með kókaín og amfetamín í 10 smelluláspokum

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 29. janúar 2020 08:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ökumaður sem lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði nýverið vegna gruns um að hann æki undir áhrifum fíkniefna reyndist vera með metamfetamín og kókaín í tíu smelluláspokum. Þetta kemur fram í skeyti frá lögreglunni.

Þar segir að einnig hafi fundist fíkniefni á heimili mannsins þar sem húsleit var gerð að fenginni heimild. Þá voru nær sextíu þúsund krónur haldlagðar vegna gruns um að um væri að ræða ágóða af fíkniefnasölu. Maðurinn viðurkenndi eign sína á fíkniefnunum við skýrslutöku.

Þá fannst umtalsvert magn af kannabisefnum við húsleit, sem gerð var að fenginni heimild,  í umdæminu. Húsráðandi framvísaði kannabisefni við komu lögreglumanna og við leit fundust einnig efni í íbúðinni og bílskúr í ýmsum ílátum. Einnig fannst vigt og mikið magn af smelluláspokum.

Húsráðandi játaði eign sína á efnunum en neitaði að hafa haft í hyggju að selja þau.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði