fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Neyddist til að sitja í hlandblautu sæti í ellefu tíma

Andrew Wilkinson er ósáttur við British Airways

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 21. ágúst 2017 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andrew Wilkinson, 39 ára Breti, segir farir sínar ekki sléttar af samskiptum hans við flugfélagið British Airways. Wilkinson þessi var nefnilega látinn sitja í hlandblautu sæti í ellefu klukkustundir á ferðalagi sínu frá Heathrow til Höfðaborgar í Suður-Afríku.

Vefútgáfa breska blaðsins Mirror fjallar um þessa reynslu Andrews. Hann segist hafa bent starfsfólki vélarinnar á að sætið væri blautt þegar hann fór um borð, en í fyrstu taldi hann að um vatn væri að ræða. Síðar hafi hann þó áttað sig á því að um eitthvað allt annað og verra en vatn væri að ræða.

„Lyktin var þannig að þetta gat ekki verið annað en þvag. Ég sagði flugfreyjunni frá þessu,“ segir Wilkinson sem bætir við að hún hafi verið sammála honum eftir að hafa fundið lyktina af sætinu. „Hún fór á salernið og náði í nokkrar þurrkur og sagði mér að þerra sætið.“

Andrew kveðst vera ósáttur við viðbrögð starfsfólks í vélinni. Hann beindi því til umræddrar flugfreyju að fá að setjast á viðskiptafarrými þar sem setið var í öllum öðrum sætum í vélinni en, þrátt fyrir umleitanir, hafi hann setið í sama sætinu alla ferðina. Hann hafi fengið eitt teppi til að sitja á en annað ekki.

Andrew segist hafa kvartað þegar heim var komið og segir hann í samtali við Mirror að forsvarsmenn flugfélagsins hafi boðið honum smánarlegar bætur, að hans mati. „Ég fékk 5.000 Avios-punkta en mér finnst það ekki mikið við það að ég þurfti að sitja í hlandblautu sæti í ellefu klukkustundir,“ segir hann en fimm þúsund punktar duga fyrir fari aðra leið til Parísar.

Upplýsingafulltrúi British Airways segir að forsvarsmenn félagsins séu miður sín vegna málsins og nú þegar hafi verið haft samband við Andrew. Félagið leggi mikið upp úr því að hreinlætis sé gætt um borð í vélunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar