fbpx
Miðvikudagur 03.september 2025
Fréttir

Sóttvarnalæknir gerir ráð fyrir að kórónaveiran berist til Íslands – „Þetta kem­ur fyrr en síðar“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 27. janúar 2020 12:43

Íslendingar, sem staddir eru erlendis, vilja fylgjast vel með gangi mála.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kórónaveiran mannskæða hefur vakið mikla athygli undanfarið en vitað er að um 2700 hafi sýkst af veirunni og að minnsta kosti 81 látist. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í samtali við mbl.is að hann geri ráð fyrir því að veiran berist til Íslands.

„Það er ekki inni í mynd­inni að loka hérna öll­um sam­göng­um til lands­ins. Það myndi aldrei ganga upp. Þannig þetta kem­ur fyrr en síðar, en okk­ar nálg­un miðast að því að tefja út­breiðsluna eins mikið og hægt er, með þeim aðgerðum sem verið er að grípa til. Draga aðeins úr far­aldr­in­um þannig það verði ekki eins mikið álag á heil­brigðisþjón­ust­una, og sinna þeim sem veikj­ast eins og hægt er,“ segir Þórólfur um veiruna en uppruni hennar er rekinn til Wuhan í Kína.

Í samtalinu við mbl.is segir Þórólfur að hann geti ekki sagt til um líkurnar á því að veiran komi til landsins en að gert sé ráð fyrir því að hún komi. „Það er okk­ar nálg­un á þetta, að þetta muni koma til Íslands. Hversu mikið er þó ómögu­legt að segja. Við reyn­um að und­ir­búa okk­ur eins og hægt er. Und­ir­bú­um okk­ur und­ir það versta, en von­um að svo verði ekki. En við ger­um fast­lega ráð fyr­ir því að þetta komi hingað,“ ít­rek­ar hann, en grun­ur um smit hef­ur komið upp í ná­grann­aríkj­um okk­ar, til að mynda í Finn­landi, Bretlandi og nú síðast í Svíþjóð.

Þá segir Þórólfur að kerfið hér á landi sé ágætlega vel undirbúið til að bregðast við kórónaveirunni. „Upp­lýs­inga­kerfið og sam­hæf­ing­in er góð. En auðvitað get­ur maður spurt sig hvort innviðirn­ir séu það, til dæm­is á Land­spít­al­an­um, ef það fara að koma mjög marg­ir al­var­lega veik­ir sem þurfa ein­angr­un, þá get­um við lent í vand­ræðum. En við erum að vinna með það sem við höf­um og reyn­um að gera það eins vel og við get­um. Svo verður það bara í koma í ljós hvað verður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Fæðingarorlofsmál tengt bókun 35 fer beint til Hæstaréttar

Fæðingarorlofsmál tengt bókun 35 fer beint til Hæstaréttar
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Spáir gjaldþroti Play – „Nú er verið að selja ferðir sem við vitum að verða ekki flognar”

Spáir gjaldþroti Play – „Nú er verið að selja ferðir sem við vitum að verða ekki flognar”
Fréttir
Í gær

Rannsókn lögreglu á meintum níðingi á Múlaborg: „Við erum að skoða ýmislegt“

Rannsókn lögreglu á meintum níðingi á Múlaborg: „Við erum að skoða ýmislegt“
Fréttir
Í gær

Snorri segist ekki bera neina ábyrgð á hatri í garð hinsegin fólks – „Ég væri til í að við myndum bara ræða mín orð“

Snorri segist ekki bera neina ábyrgð á hatri í garð hinsegin fólks – „Ég væri til í að við myndum bara ræða mín orð“