fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Thomas viðurkennir fíkniefnainnflutning

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 21. ágúst 2017 11:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðalmeðferð í morðmáli Birnu Brjánsdóttur fer nú fram í héraðsdómi Reykjaness. Sakborningurinn Thomas Möller Olsen lýsir nú sinni hlið á atburðunum.

Nú er farið yfir seinni ákærulið á hendur Thomasi Möller Olsen, um fíkniefnainnflutning á 24 kílógrömmum af kannabisefnum. Thomas viðurkennir að hafa flutt efnin til landsins um borð í togaranum Polar Nanoq.

Hann sagði þó aðeins hafa tekið þetta að sér en ekki fjármagnað flutninginn sjálfur. „Ég var spurður hvort ég gæti tekið þau og ég sagði já.“

Aðspurður um það af hverju hann fleygði þeim ekki í hafið þegar hann vissi að von væri á lögreglumönnunum sagði hann: „Af því ég vildi ekki vera hluti af þessu lengur. Ef ég hefði hent þeim í sjóinn þá hefðu þeir haldið að ég hefði stolið þeim og gert slæma hluti við mig“.

Hann sagði að efnin hafi aldrei farið úr togaranum en þau áttu að fara til Grænlands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta er umfjöllunin sem María Sigrún fékk ekki birta í Kveik

Þetta er umfjöllunin sem María Sigrún fékk ekki birta í Kveik
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Löggan fellir niður sektir á þá sem voru gómaðir á nagladekkjum í vikunni

Löggan fellir niður sektir á þá sem voru gómaðir á nagladekkjum í vikunni