fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Stundin birtir harða gagnrýni Karls á Sósíalista: „Ósiðlegt og ógnvænlegt“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 24. janúar 2020 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vekur nokkra athygli að í nýjasta tölublaðið Stundarinnar hjólar Karl Th. Birgisson harkalega í Gunnar Smára Egilson og Sósíalistaflokkinn. Það vekur nokkra furðu í ljósi þess að Stundin er yfirleitt talin vinstrisinnaðasti fjölmiðill landsins. Líklega hefur enginn fjölmiðill á landinu birt eins harða gagnrýni á flokkinn til þessa en honum líkt við Miðflokkinn og orðræða hans sögð ósiðleg.

Karl segir að honum sé hlýtt til Gunnars Smára en gefur sér að hann sé ekki að meina það sem hann segir.

„Mér er hlýtt til Gunnars Smára Egilssonar og það hvarflar ekki að mér eitt augnablik, að hann meini í alvöru sumt af því sem hann skrifar sem formaður Sósíalistaflokksins. Það breytir heldur ekki hinu, að margt af því er ekki bara óboðlegt, heldur ósiðlegt og ógnvænlegt,“ skrifar Karl.

Á öðrum stað í greininni líkir hann flokknum við Miðflokkinn: „Miðflokksfólki og þeim hinum vitsmunalega skyldum kann að þykja þau hafa fordæmi og þar með leyfi fyrir munnsöfnuði sínum vegna þess sem var sagt á Klaustri í nóvember 2018. Sú umræða var hvorki málefnaleg né pólitísk, en lýsti heimsku og mannfyrirlitningu. Afleiðingarnar urðu engar, og fylgi flokksins hefur aukizt fremur en hitt í kjölfarið, og því er skiljanlegt að virkir í athugasemdum fyrir Miðflokkinn skeyti hvorki um satt né logið. Svipuðu máli – en þó efnislega allt öðru – gegnir um Sósíalistaflokk Íslands. Formaður hans heldur opinberlega uppi málflutningi þar sem leiðarstefin eru bæði haturs- og ofbeldiskennd. Og stundum beinast þau gegn nafngreindum einstaklingum,“ segir Karl.

Í grein sinni telur hann upp ýmis dæmi sem eiga að sanna mál hans. Lokaorð hans eru þó að hvetja til hófsamari orðræðu. „Er Gunnar Smári Egilsson óalandi og óferjandi? Nei og nei, og alls ekki. Hann virðist hins vegar ekki gera sér grein fyrir þeirri ábyrgð sem fylgir stöðu hans sem formanns í stjórnmálaflokki. Þeir ættu alla jafna og vonandi að gæta hófs, flytja mál sitt með rökum en ekki óundirbyggðum gífuryrðum. Nógir aðrir eru um hitt. Hugsanlega er þetta hlutskipti samt of erfitt fyrir Gunnar Smára, af einni grundvallarástæðu,“ skrifar Karl og bætir við:

„Hann er sannfæringarspámaður að upplagi, og selur hverja hugmynd hverju sinni með hverjum þeim rökum sem honum þykja henta málstaðnum. Og trúir þeim vel að merkja sjálfur. Þá er nánast sama hver fyrir verður. Sannleikurinn eða einstaklingar í skotlínunni. Það er almennt ekki góð uppskrift að góðum pólitískum leiðtoga.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd