fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Fréttir

Hafði 18 ára gamall samfarir við 13 ára stúlku með Asperger – Sýknaður af ákæru um kynferðisbrot

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 23. janúar 2020 17:47

Héraðsdómur Reykjavíkur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður sem hafði kynferðismörk við 13 ára stúlku árið 2016 þegar hann var sjálfur 18 ára hefur verið sýknaður af ákæru um kynferðisbrot. Ekki taldist sannað að hann hafi vitað réttan aldur stúlkunnar. Fyrir dómi staðhæfði ákærði að stúlkan hefði sagt honum að hún væri 17 ára. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Pilturinn og stúlkan kynntust á snjallforritinu Snapchat þar sem pilturinn segist hafa komið stúlkunni til varnar er henni var strítt. Stúlkan eyddi öllum samskiptum við piltinn á Snapchat og því var ekki hægt að nota þau sem sönnunargögn fyrir réttinum. Vitnisburður vinkonu stúlkunnar benti til þess að kynferðismökin hefðu ekki verið gegn vilja stúlkunnar. Ljóst var hins vegar að hún var undir lögaldri en ákærði hafði náð lögaldri.

Ljóst er líka að kynnin höfðu slæm eftirköst fyrir stúlkuna. Tuttugu viðtöl sálfræðings við stúlkuna í Barnahúsi leiddu í ljós hún hafði áfallastreitueinkenni vegna hins meinta kynferðisbrots. Hún var einnig greind með ADHD, mótþróaröskun, kvíða og Asperger-heilkenni. Í vottorði sálfræðingsins er tekið fram að börn með greiningu á einhverfurófi eigi almennt erfitt með að skilja samskipti sem ekki felist í orðum heldur svipbrigðum, augnaráði, bendingu og líkamsstöðu. Þau sýni oft erfiðleika í félagslegum samskiptum við aðra og þau séu útsettari fyrir aðstæðum þar sem einhver geti mistnotað aðstöðu sína gegn þeim. Þau misskilji oft skilaboð og geti verið mjög bókstafleg. Komið hafi vel fram í áfallasögu stúlkunnar að hún hafi ekki virst hafa skilið hvað vakti fyrir ákærða og að trúnaðarbrestur hafi orðið á milli þeirra sem hafi valdið henni miklum vonbrigðum.

Sem fyrr segir var pilturinn sýknaður af kröfum ákæruvaldsins. Stúlkan gerði einkaréttarkröfu á piltinn um miskabætur upp á 3,5 milljónir króna. Þeirri kröfu var vísað frá dómi. Allur sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur yfir Inga Val fyrir nauðgun á unglingsstúlku þyngdur í Landsrétti

Dómur yfir Inga Val fyrir nauðgun á unglingsstúlku þyngdur í Landsrétti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Síbrotakona á Suðurnesjum dæmd

Síbrotakona á Suðurnesjum dæmd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að hestamannafélag hafi fengið svæði sem ætlað hafi verið íbúum í hjólhýsum og húsbílum

Segir að hestamannafélag hafi fengið svæði sem ætlað hafi verið íbúum í hjólhýsum og húsbílum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Útgáfufélag Viljans úrskurðað gjaldþrota – Samnefndur fjölmiðill mun þó halda sínu striki

Útgáfufélag Viljans úrskurðað gjaldþrota – Samnefndur fjölmiðill mun þó halda sínu striki