fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Pressan

Byrjuðu að mála Eyrarsundsbrúna í síðustu viku – Tekur 13 ár

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 23. janúar 2020 22:00

Eyrarsundsbrúin. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á föstudaginn hófust málarar handa við stórt verk þegar fyrstu pensilstrokurnar voru teknar á Eyrarsundsbrúnni á milli Danmerkur og Svíþjóðar. Tími var kominn á að mála brúna en það er ekkert smáverkefni því heildarflöturinn sem þarf að mála er tæplega 300.000 fermetrar en það svarar til um 45 knattspyrnuvalla. Það er allt stálið í brúnni sem á að mála til að vernda það gegn veðri og vindum.

Verkinu er skipt í nokkra hluta. Fyrsti hlutinn er að suðurhliðin verður máluð, síðan er það norðurhliðin og endað verður á að mála þá fleti sem vísa niður að sjó og landi. Þetta gerist ekki bara á einni nóttu því reiknað er með að verkinu ljúki ekki fyrr en 2032.

Brúin var síðast máluð þegar unnið var að gerð hennar og voru hlutar hennar þá málaðir áður en þeir voru fluttir frá landi og út yfir Eyrarsund.

Umhverfisvæn málning verður notuð að þessu sinni, vatnsmálning, sem á að endast mjög lengi.

Verkefnið er ansi krefjandi því málararnir þurfa að athafna sig nærri járnbrautarteinum þar sem lestir þjóta hjá og raflínum. Auk þess geta veðurskilyrði á brúnni oft verið erfið.

Það er fyrirtækið Muehlhan sem krækti í verkið sem ætti að tryggja því ágæta innkomu næstu 13 árin. Málararnir munu notast við sérbyggða palla sem eru 30 metrar á breidd og 14 metrar á hæð. Þeir munu mála brúna í áföngum þannig að um 20 metrar eru teknir í einu.

Brúin var tekin í notkun árið 2000. Sjálf brúin er um 8 km löng en í heildina er tengingin yfir sundið um 19 kílómetrar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri