fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

„Ég hef aldrei séð svona lýsingar áður“

Vigfús Bjarni segir fjölskyldu Birnu ekki hafa búist við svo beinskeyttum fréttaflutningi

Kristín Clausen
Föstudaginn 25. ágúst 2017 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í byrjun vikunnar hófst aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Frederik Møller Olsen sem er ákærður fyrir að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana. Mál Birnu vakti mikla athygli og óhug en Birna hvarf aðfaranótt 14. janúar. Íslenska þjóðin fylgdist með og tók þátt í leitinni að Birnu en lík hennar fannst, eftir viðamikla leit, við Selvogsvita þann 22. janúar síðastliðin. Vigfús Bjarni Albertsson sjúkrahússprestur sem hefur staðið þétt við bakið á nánustu aðstandendum Birnu frá upphafi gagnrýnir íslenska fjölmiðla harðlega fyrir óvenju nákvæmar og ítarlegar lýsingar á því sem fram fór í réttarsal fyrstu tvo daga aðalmeðferðarinnar í Héraðsdómi Reykjaness. Hann segir sumar lýsingarnar þess eðlis að þær hafi valdið óbærilegum sársauka og skapað hryllilegar myndir í hugskotum þeirra sem þjást mest; fjölskyldu Birnu Brjánsdóttur.

Hryllilegar lýsingar

„Fréttaflutningur undanfarinna daga hefur verið þess eðlis að hann ógnar andlegri heilsu fólks sem á um gríðarlega sárt að binda.“ Þetta segir Vigfús Bjarni í samtali við DV. Til dæmis birtust, í nokkrum fjölmiðlum, mjög myndrænar lýsingar á þeim áverkum sem fundust á líki Birnu.
Vigfús Bjarni segir að nákvæmar lýsingar á því hvernig ofbeldi Birna var beitt fyrir andlátið eigi alls ekki erindi í fjölmiðla.

„Mér finnst að fjölmiðlar hafi, undanfarna daga, verið að birta upplýsingar sem tengjast málinu en koma almannaheill ekkert við. Margt af því sem kom fram í dómsal er þess eðlis að það getur sært nánustu aðstandendur. Ég hef aldrei séð svona lýsingar áður.“

Vigfús vill koma því skýrt á framfæri að fjölmiðlar hafi oft staðið sig vel í málinu en því miður hafi einhverjir þeirra farið yfir strikið í vikunni. „Það var eins og einhvers konar sýning væri að hefjast. Mér finnst að fjölmiðlar eigi að taka það til sín að það sem þeir eru að fjalla um er harmleikur sem tengist persónu og fjölskyldu sem er í miklum sárum. Fjölmiðlar eiga ekki að auka á þjáningu þessa fólks með hryllilegum lýsingum sem almenningur hefur ekkert með að gera.“

Enginn bjóst við þessu ferli

Aðspurður hvort hann telji að þinghaldið hefði átt að vera lokað kveðst Vigfús ekki geta svarað því. Þeir sem fara í dóm hafi þó val um fara þangað eða lesa dómskjöl. En með því að birta grófar lýsingar á vefsíðum fjölmiðla, beint úr dómsal, er valið tekið frá almenningi. „Þær birtast bara fyrir framan augun á okkur. Við ættum frekar að einbeita okkur að samúð og samhug gagnvart þolendum þessa máls. Þannig berum við virðingu fyrir nánustu aðstandendum og það á að vera í forgrunni.“

Almennt séð segir Vigfús að erfitt sé að fyrir fjölskyldu í sárum að fá yfir sig svona upplýsingar. Enginn vill að fólk minnist sinna nánustu með þessum hætti. Aðspurður hvort fjölskylda Birnu hafi verið búin að undirbúa sig undir svo beinskeyttan fréttaflutning úr dómsal svarar Vigfús. „Nei, það gerði hún ekki. Enginn bjóst við að ferlið yrði svona.“

Vigfús vill að almenningur sammælist um að það hefði ekki þurft að hafa aðgang að öllum þessum upplýsingum úr dómsal. Þá vonar hann að fyrstu tveir dagar aðalmeðferðarinnar hafi verið lærdómsríkir fyrir íslenska fjölmiðla sem og almenning.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Barnaskólakennari drap manninn sinn og gróf líkið úti í garði

Barnaskólakennari drap manninn sinn og gróf líkið úti í garði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Felix kastar inn handklæðinu

Guðmundur Felix kastar inn handklæðinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur