fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Fréttir

Hestamenn sakaðir um hrottalega árás: Börðu mann til óbóta dögum eftir glæsilegt mót

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 21. janúar 2020 14:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir íslenskir hestamenn, annar þeirra áður í landsliðinu, hafa verið ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Mennirnir eru sagðir hafa ráðist á mann fyrir framan skemmtistaðinn Hvíta húsið á Selfossi.

Nokkuð langt er síðan þetta er sagt hafa gerst, en atvikið átti sér stað aðfaranótt 28. mars árið 2016. Samkvæmt ákæru réðust þeir báðir á manninn en annar þeirra er sagður hafa tekið fórnarlambið niður í jörðina.

Hestamennirnir eru sakaðir um að hafa sparkað þar í andlit hans, höfuð og líkama, en miðað við ákæru virðist annar þeirra hafa gengið lengra og kýlt hann nokkrum sinnum í andlit, höfuð og líkama.

Fórnarlambið missti meðvitund við þetta og hlaut bólgið nef, mar á vinstri upphandlegg, eymsli framan á vinstri öxl og margúl á hnakka og vinstri hlið höfuðs.

Báðir ákærðu eru miklir hestamenn líkt og fyrr segir þó sú iðkun virðist hafa minnkað með árunum. Þegar umrætt atvik átti sér stað voru þeir báðir að taka þátt á mótum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Kona úr Vogum sökuð um ofbeldi í garð sjúkraflutningamanns og lögreglumanna

Kona úr Vogum sökuð um ofbeldi í garð sjúkraflutningamanns og lögreglumanna
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Innlagnir sjúklinga í mikilli offitu eyðilögðu útboð

Innlagnir sjúklinga í mikilli offitu eyðilögðu útboð
Fréttir
Í gær

Lést á Hrunavegi eftir að hafa ekið á röngum vegarhelmingi á afskráðum jeppa

Lést á Hrunavegi eftir að hafa ekið á röngum vegarhelmingi á afskráðum jeppa
Fréttir
Í gær

Sigríður ber fullt traust til saksóknarans og leiðréttir Morgunblaðið

Sigríður ber fullt traust til saksóknarans og leiðréttir Morgunblaðið
Fréttir
Í gær

Ákærðir fyrir stórtæka framleiðslu og sölu á fíkniefnum á Kjalarnesi

Ákærðir fyrir stórtæka framleiðslu og sölu á fíkniefnum á Kjalarnesi
Fréttir
Í gær

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum