fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

Ætla að endurskoða lög um ráðherraábyrgð og Landsdóm

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 17. janúar 2020 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að ráðast í endurskoðun á lögum um ráðherraábyrgð annars vegar og lögum um Landsdóm hins vegar. Tillagan var lögð fram af Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra, samkvæmt tilkynningu forsætisráðuneytinu og dómsmálaráðuneytinu.

„Á undanförnum áratugum hafa lög um ráðherraábyrgð og Landsdóm sætt gagnrýni hér á landi í ljósi réttarþróunar í sakamálaréttarfari. Slíka gagnrýni er til að mynda að finna í skýrslu um starfsskilyrði stjórnvalda frá 1999, skýrslu um eftirlit Alþingis með framkvæmdarvaldinu frá 2009 og í skýrslu þingmannanefndar til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis frá 2010. Árið 2010 ályktaði Alþingi að slík endurskoðun skyldi fara fram á vegum Alþingis en ekki varð af þeirri endurskoðun. Í þeirri vinnu sem nú stendur yfir um breytingar á stjórnarskrá á vettvangi formanna stjórnmálaflokka hefur málefnið verið rætt og ljóst að rík þörf er á endurskoðun laganna,“

segir jafnframt í tilkynningu.

Lögin hafa margoft verið rædd á Alþingi, ekki síst eftir að Geir H. Haarde var ákærður af Alþingi í kjölfar hrunsins, en það er eina skiptið sem reynt hefur á þau.

Endurskoðun laganna mun meðal annars taka til skýrleika refsiákvæða um embættisbrot, aðdraganda ákæru, svo sem frumkvæði að rannsókn á embættisfærslum, umgjörð máls og hlutverk þingnefnda í því sambandi, og skipan Landsdóms. Forsætisráðherra mun í samráði við dómsmálaráðherra fela sérfræðingi að leiða vinnuna og standa vonir til þess að henni verði lokið á haustmánuðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Jarðarfararblús

Óttar Guðmundsson skrifar: Jarðarfararblús
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hallgrímur vandar Katrínu ekki kveðjurnar- „Er einhver munur á VG og XD?“

Hallgrímur vandar Katrínu ekki kveðjurnar- „Er einhver munur á VG og XD?“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?