fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

Guðni til Ísrael en kíkir fyrst á strákana okkar

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 16. janúar 2020 16:01

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson heldur til Ísraels í boði Reuven Rivlin, forseta Ísraels, dagana 22. og 23. janúar næstkomandi. Þar mun forseti Íslands ásamt um 50 þjóðarleiðtogum, forystumönnum ríkisstjórna og þjóðþinga, sækja dagskrá í Jerúsalem til að minnast helfararinnar gegn gyðingum í síðari heimsstyrjöldinni.

Þetta kemur fram í tilkynningu.

Minningardagskráin 23. janúar er skipulögð af World Holocaust Forum Foundation í samstarfi við Yad Vashem stofnunina. Meðal ræðumanna verða Reuven Rivlin forseti Ísraels, Vladímír Pútín forseti Rússlands, Emmanuel Macron forseti Frakklands, Frank-Walter Steinmeier forseti Þýskalands, Michael R. Pence varaforseti Bandaríkjanna og Karl Bretaprins.

Í kjölfarið mun forseti Íslands leggja blómsveig frá íslensku þjóðinni til minningar um fórnarlömb helfararinnar að minnismerki um uppreisnina sem gyðingar stóðu að árið 1943 í gettóinu í Varsjá.

Miðvikudaginn 22. janúar mun forseti Íslands sitja hátíðarkvöldverð forseta Ísraels ásamt öðrum forystumönnum sem sækja minningardagskrána. Þá mun forseti Íslands eiga fundi með landstjóra Kanada og forseta Finnlands meðan á dvöl hans í Jerúsalem stendur.

Á leið sinni til Ísraels mun forseti Íslands sækja landsleik Íslands og Portúgals í handknattleik karla sem fram fer í Malmö sunnudaginn 19. janúar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að