fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Pressan

Tölvuleikjaspilari kom unglingi í 8.000 km fjarlægð til bjargar

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 17. janúar 2020 18:45

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega var Aidan Jackson, 17 ára, að spila tölvuleik á netinu á heimili sínu í Widnes í Cheshire í Bretlandi. Á meðan var hann að spjalla við vinkonu sína, hina tvítugu Dia Lethora, sem býr í Texas í Bandaríkjunum en þau þekkjast í gegnum tölvuleikjaspilun.

Í samtali við Sky sagði Aidan að skyndilega hafi honum „liðið furðulega“ og því beindi hann hljóðnemanum að rúminu sínu þar sem hann ætlaði að leggjast út af en þá fékk hann flogakast. Dia áttaði sig á hvað var að gerast og hringdi strax í bresku neyðarlínuna.

„Hæ, ég hringi frá Bandaríkjunum, ég var að spjalla við vin minn á netinu. Hann fékk flog og svarar ekki lengur. Ég er með heimilisfangið hans en hann býr í Widnes í Cheshire. Afsakið, ég er skelf öll.“

Sagði hún þegar svarað var hjá bresku neyðarlínunni.

Lögregla og sjúkralið var strax sent á vettvang en á meðan sátu foreldrar Aidan á neðri hæð heimilisins og vissu ekki hvað var að gerast. Þau vissu ekki að eitthvað var að fyrr en tveimur lögreglubílum var ekið upp að húsinu. Lögreglumennirnir sögðu móður Aidan að tilkynnt hefði verið um einstakling sem hefði fengið flogakast í húsinu en hún svaraði því til að enginn hefði hringt í neyðarlínuna úr húsinu. Þá var henni sagt að hringingin hefði borist frá Bandaríkjunum.

Lögreglumennirnir hlupu síðan upp þar sem þeir fundu Aidan í rúminu sínu. Hann mundi lítið eftir atburðarásinni.

„Það næsta sem ég vissi af mér var að ég vaknaði og lögreglumenn og foreldrar mínir voru í herberginu mínu og sögðu að ég hefði fengið flog.“

Hann sagðist hafa notað spjaldtölvu móður sinnar til að senda Dia að minnsta kosti 10 þakkarskeyti fyrir það sem hún gerði.

Hann hafði einu sinni áður fengið flogakast, í maí á síðasta ári. Hann á nú að fara í frekari rannsóknir vegna þessa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu