fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Pressan

Þrír danskir sjóliðar sektaðir fyrir ólögleg viðskipti við Grænlendinga

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 14. janúar 2020 17:30

Frá Grænlandi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír danskir sjóliðar voru nýlega sektaðir fyrir að eiga í ólöglegum viðskiptum við Grænlendinga og ólöglegar veiðar. Mennirnir eru í áhöfn eftirlitsskipsins Lauge Koch. Það var við eftirlit við austurströnd Grænlands sumarið 2018. Þá keyptu tveir áhafnarmeðlimir fjögur karton af sígarettum og eina flösku af sterku áfengi um borð í tollfrjálsri verslun skipsins en í henni er hægt að kaupa tollfrjálsan varning þegar skipið er á alþjóðlegu hafsvæði.

Mennirnir skiptu síðan sígarettunum og áfenginu fyrir þrjár náhvalstennur í bænum Ittoqqortoormiit. Grænlenska ríkisútvarpið KNR skýrir frá þessu. Bannað er að selja áfengi í Ittoqqortoormiit.

Náhvalstennur eru mjög verðmiklar og hægt að fá tugi þúsunda króna fyrir þær. Á þeim grunni sektaði innra eftirlit sjóhersins mennina. Annar þeirra var sektaður um 9.000 danskar krónur og hinn um 5.000 krónur. Sá sem fékk hærri sekt hafði einnig skotið moskusuxa í grænlenskum þjóðgarði þar sem allar veiðar eru bannaðar. Af þeim sökum fékk hann hærri sekt. Áhöfn skipsins borðaði moskusuxann síðan.

Skipstjórinn var einnig sektaður. Hann fékk 6.000 króna sekt fyrir að hafa ekki tilkynnt um hina ólöglegu veiði á moskusuxanum og að hafa margoft leyft áhafnarmeðlimum að veiða um borð í skipinu þrátt fyrir að þeir væru ekki með gild veiðileyfi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað