fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Fréttir

Andrés hjólar í Helga Seljan og Eirík Guðmunds – „Fara ekki að lögum og brjóta siðareglurnar.“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 12. janúar 2020 16:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andrés Magnússon, blaðamaður hjá Viðskiptablaðinu, gagnrýnir framgöngu fjölmiðlamannanna Helga Seljan og Eiríks Guðmundssonar, í fjölmiðlapistli sem Viðskiptablaðið birti í dag. Þykir Andrési framferði þeirra ekki sæma blaðamönnum og stríða gegn siðareglum vinnuveitanda þeirra, RÚV.

Andrés tekur fram að blaðamenn geti vissulega haft skoðanir en þó sé ekki við hæfi að þeir taki sér opinbera afstöðu til fréttamála.

„Sleggjudómar og fordæmingar eiga þar ekki við, hvað þá að menn séu að stilla sér upp í lið í afstöðu til einhverra fréttamála. Því geri menn það, hvernig á almenningur þá að geta treyst fréttum þeirra um sömu efni?“

Helgi Seljan og Eiríkur Guðmundsson séu dæmi um fjölmiðla sem hafi gerst sekir um að sleppa sér í stöku hitamálum.

„Nú eða hin vanstillta færsla Eiríks Guðmundssonar á RÚV um að ef einhver sjálfstæðismaður yrði ráðinn útvarpsstjóri þá yrði bylting. „Það er ekki bara hótun, heldur loforð.“ — Sem sagt ofbeldi heitið nema einhver pólitískt þóknanlegur Eiríki verður ráðinn yfirmaður hins öldungis ópólitíska ríkisútvarps!“

Þetta var auðvitað galið og raunar furðulegt að ekkert hafi frekar heyrst frá RÚV um þessa ofbeldishótun. Ekki þó síður sérkennilegt í ljósi þess að um árið þurfti að grípa til sérstakra ráðstafana eftir að Eiríkur misnotaði útvarpsþáttinn Víðsjá — þátt fyrir áhugafólk um listir og menningu —  til þess að flytja rammpólitíska pistla um eigin skoðanir.“

Þó svo Helgi Seljan hafi vakið athygli fyrir Samherja málið, þá setur Andrés spurningarmerki við framgöngu hans á samfélagsmiðlum í kjölfarið.

„Þar er hann vart í hlutverki fréttamanns lengur, heldur hefur hann stillt sér upp andspænis forsvarsmönnum Samherja, svona nánast eins og hann eigi aðild að málinu. Það gengur ekki.“

Persónulegur vettvangur Helga Seljan á samfélagmiðlum sé ekki rétti staðurinn fyrir svör og rökstuðning er varði fréttaflutning hans.

„Það er alls ekki útilokað að fleiri fréttir kunni að felast í Samherjamálinu, flókið og langvinnt sem það var, en hvernig getur almenningur treyst Helga til þess að fjalla um það af sanngirni, þegar hann stendur nú uppi sem sérstakur andstæðingur Samherjamanna í opinberri umræðu? Þátttakandi en ekki fréttamaður. Sem einnig veikir trúverðugleika RÚV í málinu. Algerlega að óþörfu.“

Bendir Andrés á að samkvæmt siðareglum RÚV þá séu starfsmenn þar bundnir hlutleysisskyldu. Í reglunum sé auk þess að finna ákvæði um að frétta- og dagskrárgerðarmenn taki ekki opinberlega afstöðu til umdeildra mála.

„Það getur ekki hafa farið fram hjá yfirstjórn RÚV ohf., hvorki stjórn né æðstu yfirmönnum í Efstaleiti. Samt viðgengst það. En um leið eru þeir þá einnig að gerast sekir um að fara ekki að lögum og brjóta siðareglurnar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Faðir Oscars ákærður

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Sérkennileg skilaboð frá Trump vegna drónaflugs Rússa inn í Pólland

Sérkennileg skilaboð frá Trump vegna drónaflugs Rússa inn í Pólland
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum
Faðir Oscars ákærður
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Spánverjar hóta að draga sig úr Eurovision vegna Ísrael – Eitt af „stóru fimm“

Spánverjar hóta að draga sig úr Eurovision vegna Ísrael – Eitt af „stóru fimm“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Grænkerar verulega ósáttir við RÚV – „Ömurlega ófagmannlega unninn þáttur“

Grænkerar verulega ósáttir við RÚV – „Ömurlega ófagmannlega unninn þáttur“
Fréttir
Í gær

Árni neitar að greiða fyrir stæði á ferðamannastöðum og svona fer hann að því – „Vissulega á „gráu svæði“ lagalega séð”

Árni neitar að greiða fyrir stæði á ferðamannastöðum og svona fer hann að því – „Vissulega á „gráu svæði“ lagalega séð”
Fréttir
Í gær

Kristrún stefnir að því að Halla megi ráða sér aðstoðarmann eins og ráðherrar fá – Ókeypis háskólanám verður bara fyrir fólk innan EES

Kristrún stefnir að því að Halla megi ráða sér aðstoðarmann eins og ráðherrar fá – Ókeypis háskólanám verður bara fyrir fólk innan EES
Fréttir
Í gær

Ísraelsmenn sprengja í Katar – Árásin harðlega fordæmd

Ísraelsmenn sprengja í Katar – Árásin harðlega fordæmd
Fréttir
Í gær

Glæpamaður sem lifði á kerfinu rekinn úr landi

Glæpamaður sem lifði á kerfinu rekinn úr landi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Öllum íbúum Gasaborgar skipað að hafa sig á brott án tafar

Öllum íbúum Gasaborgar skipað að hafa sig á brott án tafar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Flugumferðarstjórar fá ekki lengur að horfa á fótbolta eftir alvarlegt atvik í fyrra

Flugumferðarstjórar fá ekki lengur að horfa á fótbolta eftir alvarlegt atvik í fyrra