fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fréttir

Ekki veitt heimild fyrir eftirsóttum rafmagnshjólum

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 12. janúar 2020 10:45

Mynd: Úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hátt í annað hundruð manns hafa beðið eftir jólagjöfum, nánar til tekið rafmagnshjólum sem seld voru í gámatilboði hjá vefversluninni Hópkaup.is. Tíminn leið, hátíðirnar og áramótin komu og fóru en ekkert bólaði á rafmagnshjólunum, sem framleidd eru af Enox. Ástæðan ku vera sú að tollurinn hafði ekki veitt heimild fyrir afhendingu hjólanna.

Þetta kemur fram á vefsíðu verslunarinnar en tilboðið hófst undir lok sumars. Samkvæmt heimildum DV eru viðskiptavinir ekki sáttir við þá töf sem hefur orðið á afhendingu hjólanna og hafa ófáir netverjar viðrað þá kenningu að um svindl hafi verið að ræða hjá versluninni til þess eins að selja fleiri hjól fyrir jól.

Ekki náðist í Guðmund Magnason, forstjóra Hópkaupa, við vinnslu fréttarinnar en vefverslunin sendi frá sér tilkynningu og baðst velvirðingar á óþægindunum. Ástæðan var þá sögð tilkomin vegna seinkunar flutningaskips sem flutti hjólin frá Rotterdam. Þyrftu viðskiptavinir jafnframt að sækja rafmagnshjól sitt beint í gáminn við afhendingarmiðstöðina að Flatahrauni.

Upphaflega stóð til stóð að afhenda hjólin um miðjan desember. Eftir fjölda fyrirspurna var viðskiptavinum tilkynnt að hjólin kæmu ekki til lands fyrr á Þorláksmessu. Viðskiptavinum var þá tilkynnt að afhending færi fram á milli jóla og nýárs, en sú reyndist ekki raunin.

Samkvæmt heimildum eru hjólin enn óhreyfð í tollinum.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“
Fréttir
Í gær

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“