fbpx
Sunnudagur 21.desember 2025
Fréttir

Jón Gerald veltir fyrir sér ákvörðuninni að leyfa Costco á Íslandi

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 24. ágúst 2017 09:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Gerald Sullenberger kaupmaður í Kosti á Dalvegi segir að hann hafi velt fyrir sér ákvörðun yfirvalda að leyfa risaverslun eins og Costco hér á landi. Segir hann í viðtali við ViðskiptaMoggann í dag að það sé hætta á að ákvörðunin geti haft ófyrirséðar afleiðingar til lengdar. Í minni bæjum í Bandaríkjunum séu verslanir af þessu tagi bannaðar:
„Þessar verslanir eru kallaðar „boxverslanir“. Þetta eru fyrirtæki eins og Wal Mart, Target, Sams Club, Home Depot og Costco. Þróunin í gegnum árin hefur ekki alltaf verið góð í minni samfélögum. Ekki líður á löngu áður en kaupmaðurinn á horninu og minni verslanir loka í bænum og fólkið fer að vinna hjá til dæmis Wal Mart. Þá breytist samfélagið í láglaunasamfélag og menningin verður fyrir óbætanlegu tjóni og öll sérstaða týnist,“ segir Jón Gerald.

Það leiði af sér að allt fjármagn sogist burt úr sveitarfélaginu, þess vegna séu stórar keðjur að opna á stöðum eins og Íslandi vegna þess að búið sé að setja þeim stólinn fyrir dyrnar í Bandaríkjunum: „Þeir eru í vandræðum með að stækka í Bandaríkjunum og þurfa því að leita út fyrir landsteinana. Þetta eru félög á hlutabréfamarkaði sem þurfa að sýna fram á stækkun ár eftir ár og aukinn tekjuvöxt og hagnað. Í lokin er þetta allt bissness með stóru B.“

Jón Gerald segir að rekstur Kosts hafi ekki verið átakalausir frá því Costco opnaði, hann fagni samkeppni ef hún sé á eðlilegum forsendum. Það eigi ekki við í tilviki Costco þar sem þeir bjóði vörur undir kostnaðarverði, það megi sjá með því að bera saman verð á vörum í Costco á Íslandi við vöruverð þeirra í Bretlandi. Jón segist hafi átt nokkrar andvökunætur síðustu mánuði: „Við höfum því miður misst viðskiptavini okkar yfir til Costco en vonandi er það tímabundið. Við munum vanda okkur og gera allt sem í okkar valdi stendur til að ná þeim til baka. Ég skora á neytendur að gera verðsamanburð á dagvöru, ekki bara við Costco heldur líka Bónus og Krónuna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Starfsmaður Útlendingastofnunar stærði sig af því að brjóta gegn þagnarskyldu – „Not all heroes wear capes“

Starfsmaður Útlendingastofnunar stærði sig af því að brjóta gegn þagnarskyldu – „Not all heroes wear capes“
Fréttir
Í gær

Stefnir í leiðindaveður á stórum hluta landsins á aðfangadagskvöld

Stefnir í leiðindaveður á stórum hluta landsins á aðfangadagskvöld
Fréttir
Í gær

„Þetta eru aðvörunarbjöllur sem ættu að klingja í eyrum okkar“

„Þetta eru aðvörunarbjöllur sem ættu að klingja í eyrum okkar“
Fréttir
Í gær

Tveir Íslendingar létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku og einn liggur lífshættulega slasaður á sjúkrahúsi

Tveir Íslendingar létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku og einn liggur lífshættulega slasaður á sjúkrahúsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bónus hefur styrkt góðgerðarmál um rúmlega 50 milljónir króna á síðustu fimm árum

Bónus hefur styrkt góðgerðarmál um rúmlega 50 milljónir króna á síðustu fimm árum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögregluaðgerð með aðstoð sérsveitar stendur yfir á Selfossi

Lögregluaðgerð með aðstoð sérsveitar stendur yfir á Selfossi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rósa fór í sjálfakandi leigubíl á dögunum: „Ákjósanlegri kostur en strætisvagnar“ – Stutt í að tæknin komi til Íslands

Rósa fór í sjálfakandi leigubíl á dögunum: „Ákjósanlegri kostur en strætisvagnar“ – Stutt í að tæknin komi til Íslands
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingar í alvarlegu slysi í Suður-Afríku

Íslendingar í alvarlegu slysi í Suður-Afríku