fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Kristinn var orðinn þreyttur á bið Landspítalans – Borgaði rúma milljón og leitaði annað – „Í fyrsta skipti í heilt ár svaf ég eins og steinn“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 9. janúar 2020 09:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristinn Pétursson, verkefnastjóri og fyrrverandi Alþingismaður, er einn af fjölmörgum Íslendingum sem hafa beðið eftir því að komast í aðgerð hér á landi. „Er búinn að vera á biðlista – ásamt 1000 fleiri Íslendingum eftir því að að láta skipta um mjaðmarlið vinstra megin…. en sumt virðist lélegra vinstra megin, enginn veit af hverju,“ segir Kristinn í færslu á Facebook síðu sinni sem vakið hefur nokkra athygli.

Svaf í fyrsta skipti vel í heilt ár

Eftir að hafa verið kvalinn í tvö ár var hann loksins úrskurðaður á „formlegan opinberan biðlista“ í júlí í fyrra. „Svo eftir 6 mánaða bið – og enga vitneskju um tíma í aðgerð, gafst ég upp,“ segir Kristinn en hann pantaði tíma í aðgerð á einkarekna sjúkrahúsinu Klínikinni í desember.

Kristinn segir þjónustuna hafa verið gjörólíka þar. „Fékk svar strax eftir 10 mínútur. Að ég gæti komið í aðgerð þar 6.janúar 2020. Ekki málið. Það kostar 1,2  milljónir, ég fæ aðstoð hjá fjölskyldunni til að borga,“ segir hann.

Það tók ekki langan tíma frá því að Kristinn pantaði tíma og þar til hann var orðinn betri. „Mætti a Klínikina um hádegi í gær og beint á skurðarborðið. Aðgerðin tók 1 [og] 1/2 tíma, gisti eina nótt,“ segir hann og bætir við að nú sé svefninn hans orðinn betri. „Í fyrsta skipti – í heilt ár – svaf ég svo eins og steinn í 6 klst… og vaknaði – eldhress “

Nú er Kristinn kominn heim aftur. Hann segir að það hefði borgað sig að fara beint á Klínikina í júlí eða fyrr því þá væri hann farinn aftur að vinna fulla vinnu í dag. Auk þess hefði hann getað losnað við kvalirnar og allt „helvverkjatöfluátið.“„Nú er stefnt á fulla vinnu í apríl,“ segir Kristinn. „Svo hefst strax endurhæfing eftir uppskrift…og ég stefni á að komast í ræktina aftur eftir um 4 vikur… hef lítið getað verið þar síðastliðin 2 ár.“ Hann deilir með færslunni mynd af sér þegar hann var að koma út af Klínikinni, „nýuppfærður“.

„Maður skynjar vanmátt þeirra sem geta ekki veitt aðstoð“

Kristinn ræddi við Viljann um málið en þar segir hann að svo virðist vera sem stór hluti kerfisins sé meðvirkur um að þetta eigi að vera svona. „Ég var búinn að tala við nokkra sérfræðinga, þar á meðal þrjá gigtarlækna. Einn þeirra sagði mér einn að ég væri ekki nógu gamall til að fara í mjaðmarliðskiptaaðgerð,“ segir Kristinn, en hann er 67 ára í dag. Hann var 65 ára þegar hann leitaði fyrst læknisaðstoðar vegna mjaðmarinnar. Einn læknirinn færði þau rök fyrir þessu að aðgerðin entist bara í 15 ár.

„Allt kerfið virðist meðvirkt með að þetta eigi bara að vera svona, að draga eins lengi og hægt er að setja fólk á biðlista, og láta það svo bíða þar í allt að tvö ár.  Tilfinningu fyrir þessari tregðu fær maður alls staðar, ég er búinn að fara víða, til Akureyrar, á Borgarspítalann, Akranes. Ég lenti á slysadeild eitt skiptið þegar ég festist með mjöðmina í „læstri stöðu“ og gat mig hvergi hrært.“

Í samtali við Viljann segir Kristinn í lokinn að hann hafi samúð með heilbrigðisstarfsmönnum og að hann vilji ekki kenna þeim um hvernig kerfið er. „Ég sé á starfsfólkinu að það er undir álagi – og eiginlega verið að „brenna það yfir“, maður skynjar vanmátt þeirra sem geta ekki veitt aðstoð.“

 

https://www.facebook.com/kristinn.petursson.12/posts/10217639211205523

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast