fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

Þessi fengu heiðursmerki íslensku fálkaorðunnar í dag

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 1. janúar 2020 16:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag sæmdi Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, 14 Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn. Þau 14 sem hljóta orðuna að þessu sinni eru:

 

  1. Árni Oddur Þórðarson forstjóri, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til íslensks atvinnulífs og útflutnings á sviði hátækni og nýsköpunar.

 

  1. Daníel Bjarnason tónskáld og hljómsveitarstjóri, Seltjarnarnesi, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar og alþjóðlegrar tónlistar.

 

  1. Gestur Pálsson barnalæknir, Reykjavík, riddarakross fyrir störf í þágu heilbrigðis barna.

 

  1. Guðni Kjartansson fyrrverandi íþróttakennari og þjálfari, Reykjavík, riddarakross fyrir störf á vettvangi íþrótta og skóla.

 

  1. Guðrún Hildur Bjarnadóttir ljósmóðir, Þórshöfn, riddarakross fyrir framlag til heilbrigðisþjónustu í heimabyggð.

 

  1. Guðríður Helgadóttir forstöðumaður starfs- og endurmenntunardeilda Landbúnaðarháskóla Íslands, Kópavogi, riddarakross fyrir störf á vettvangi íslenskrar garðyrkju og miðlun þekkingar.

 

  1. Jóhanna Gunnlaugsdóttir prófessor við Háskóla Íslands, Garðabæ, riddarakross fyrir kennslu og rannsóknir á sviði upplýsingafræði og skjalastjórnunar.

 

  1. Margrét Bjarnadóttir fyrrverandi formaður fimleikafélagsins Gerplu og Fimleikasambands Íslands, Kópavogi, riddarakross fyrir störf á vettvangi íþrótta og æskulýðsmála.

 

  1. Ólafur Haukur Símonarson rithöfundur, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar leikritunar og bókmennta.

 

  1. Ólöf Hallgrímsdóttir bóndi, Mývatnssveit, riddarakross fyrir framlag til ferðaþjónustu og atvinnulífs í heimabyggð.

 

  1. Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til velferðar dýra, og störf á vettvangi dýralækninga og sjúkdómavarna.

 

  1. Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, Reykjavík, riddarakross fyrir atbeina undir merkjum samtakanna Indefence og framlag til íslensks atvinnulífs.

 

  1. Sigurður Reynir Gíslason rannsóknaprófessor, Kópavogi, riddarakross fyrir framlag til íslenskra jarðvísinda og kolefnisbindingar.

 

  1. Valgerður Stefánsdóttir fyrrverandi forstöðumaður Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra, Hafnarfirði, riddarakross fyrir störf í þágu íslensks táknmáls og jafnréttisbaráttu döff fólk.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að